Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 29

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 29
VOR 2017 29 Eins og fram kemur í umfjöllun annars staðar í blaðinu er full ástæða til að hafa áhyggjur af núverandi og yfirvofandi kennaraskorti á Íslandi. Kennarasambandið hefur lengi bent á vandann og leggur mikla áherslu á að tekið verði á honum. Vegna þess efndi forysta KÍ til umræðu um málið á ársfundi Kennarasambandsins 2017, sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík í lok mars. Umræðan fór fram í pallborði og hófst strax að loknu setningarávarpi Þórðar Á. Hjaltested, formanns KÍ, og hátíðarávarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, en báðir tóku þátt í umræðunum. Auk þeirra voru við pallborðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, og Svandís Ingimundar- dóttir, skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umræðunum stjórnaði Aðal- björn Sigurðsson, útgáfu- og kynningarstjóri Kennarasambands Íslands. Allir taki þátt „Þetta er dæmigert verkefni sem menn þurfa að setjast saman yfir og ekki drekkja sér í áhyggjum heldur reyna að teikna upp einhverja lausn,“ sagði Kristján Þór Júlíusson þegar allir þátttakendur í pall- borðinu voru spurðir hvort staðan væri ekki alvarleg. „En ráðuneytið mun aldrei leysa þetta eitt, því verður ekkert til að dreifa. Þannig að kennarar verða að koma að þessu, Heimili og skóli verða að koma að þessu, sveitarfélögin verða að koma að þessu, líka menntamálaráðuneytið og stofnanir þess og ekki síst þær stofnanir sem bera ábyrgð á menntun stéttarinnar. Þannig að það er að ýmsu að hyggja og ég kvíði því ekkert að tak- ast á við það verkefni, vitandi að þekkingin á þessum sviðum hér á landi býður upp á að við ráðum við þessa vinnu. Það er bara mín GETA KENNARAR SJÁLFUM SÉR UM KENNT? Á ársfundi KÍ var fjallað um litla ásókn ungs fólks í kennaranám. Mikið var rætt um að bæta þyrfti ímynd starfsins – sem veltir upp spurningunni um hvort staðan sé kennurum sjálfum að kenna? Kennarasambandið hefur lengi bent á núverandi og fyrirsjáanlegan kennaraskort. Málið var rætt á ársfundi KÍ í mars síðastliðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.