Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Síða 13

Skólavarðan - 2017, Síða 13
10 GÓÐ RÁÐ UM HEGÐUN OKKAR Á NETINU 1. Komum fram á netinu og samfélagsmiðlum eins og við gerum í vinnunni og opinberlega. Verum góðar fyrirmyndir. 2. Tjáum okkur af sanngirni og virðingu um vinnuna á netinu og samfélagsmiðlum. Tölum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt um skólann, samstarfsfólk, nemendur, foreldra/forráðamenn og aðra. 3. Gætum trúnaðar við nemendur og aðstandendur þeirra á samfélagsmiðlum. Þetta á meðal annars við um félagslegar og efnahagslegar aðstæður, skoðanir, fatlanir, trúarbrögð, kynhneigð, líðan og heilsufar. 4. Gætum persónuverndar nemenda okkar og samstarfsfólks. Birtum ekki myndir úr skólastarfi á samfélagsmiðlum eða vitnum í orð nemenda eða samstarfsfólks án samþykkis hlutaðeigandi. 5. Ræðum notkun samfélagsmiðla við nemendur og foreldra/forráðamenn. Segjum þeim frá þeim viðmiðum sem við styðjumst við. 6. Gætum þess að mismuna hvorki nemendum né foreldrum/forráðamönnum þeirra. 7. Hvetjum til þess að í skólanum séu viðmið um notkun tölva, snjalltækja, tölvupósts og samfélagsmiðla, bæði fyrir starfsfólk og nemendur. 8. Gætum að mörkum einkalífs og vinnu á netinu og í samfélagsmiðlum. Stofnum hópa fyrir samskipti við nemendur og foreldra/forráðamenn á samfélagsmiðlum. Gætum þess einnig að koma fram sem einstaklingur en ekki fulltrúi vinnustaðarins/skólans þegar við tjáum okkar persónulegu skoðanir á netinu. 9. Sendum ekki persónulegan tölvupóst úr vinnunetfangi. Almennt séð er slíkur póstur sendur í nafni vinnustaðarins okkar. 10. Munum að það sem einu sinni er farið á netið er erfitt eða ómögulegt að taka til baka. Ef við höfum miklar skoðanir á frétt eða innleggi á samskiptamiðli getur verið gott að hvíla málið aðeins áður en við bregðumst við. Ef og þegar við ákveðum að bregðast við gerum það á uppbyggilegan og málefnalegan hátt. KENNARASAMBAND ÍSLANDS

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.