Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Síða 40

Skólavarðan - 2017, Síða 40
40 VOR 2017 Kristín Einarsdóttir og Jón Karls- son hafa sett fram kennsluaðferð sem ætlað er að stemma stigu við aukinni kyrrsetu barna. Það veit sá sem allt veit að börnum er eðlislægt að hreyfa sig en með sífellt auknu aðgengi að stafrænni afþreyingu, tölvuleikj- um og samfélagsmiðlum minnkar hreyfingin sífellt. Börn, eins og hinir fullorðnu, þurfa ekki lengur að standa upp til að hafa eitthvað við að vera. Það þarf ekki annað en að rétta barni síma til að halda því uppteknu tímunum saman. Sitjandi. Það eru ekki bara foreldrar sem hafa áhyggjur af þessari þróun því málið er mikið rætt meðal kennara og í skólakerf- inu almennt. Meðal þeirra sem láta sig málið varða eru Kristín Einarsdóttir og Jón Karlsson (Nonni) sem standa á bak við kennsluaðferðina „Leikur að læra“. Sjálf lýsa þau hugmyndafræðinni á bak við verkefnið sem svo að það sé hugsað sem svar við aukinni kyrrsetu barna. „Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum tveggja til tíu ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leiki og hreyfingu á skemmtilegan, líflegan og árangursríkan hátt,“ segja þau þegar út- sendari Skólavörðunnar settist niður með þeim á dögunum. „Með leiknum er áhugi barnanna á náminu aukinn og það gert aðgengilegt fyrir hvern aldurshóp, enda eru þarfir og hæfileikar nemenda í hverjum bekk mjög mismunandi. Hreyfing er börn- um eðlislæg og rannsóknir á heilastarfsemi barna sýna að þegar barn lærir í gegnum hreyfingu og skynjun man það námsefnið betur og á auðveldara með að endurkalla það og bæta við þekkingu. Upplifunin sem af skynjuninni hlýst hjálpar heilanum að mynda ný taugamót og frá þeim myndast LEIKUR BÝR NEMENDUR UNDIR óÞEKKTA FRAMTÍð

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.