Skólavarðan


Skólavarðan - 2017, Side 10

Skólavarðan - 2017, Side 10
10 VOR 2017 Freyja Dögg Frímannsdóttir segir frá því hvernig er að ala upp þrjú ung börn í Lundi í Svíþjóð, en tvö barnanna eru í leikskóla en það þriðja í grunnskóla. Freyja og eiginmaður hennar fluttu frá Akureyri til Svíþjóðar fyrir tæpu ári og kunna lífinu vel í sænsku samfélagi. Það telst ekki til sérstakra tíðinda þótt fólk taki sig upp og flytji til útlanda. Fyrir viðkomandi fjölskyldu, eða einstakling, er það hins vegar stór ákvörðun að flytja með allt sitt hafurtask og setjast að í öðru landi. Að pakka búslóðinni, selja jafnvel íbúðina, kveðja ættingja, vini og góða granna og setjast að í nýju landi er mikil breyting. Að baki slíkri ákvörðun geta legið margar og ólíkar ástæður. Stundum tengjast slíkir flutningar atvinnu, en þess eru mörg dæmi að fólk sem missir vinnuna leiti á ný mið. Sumir sjá ekki fram úr skuldunum og ákveða að freista gæfunnar í öðru landi í þeirri von að þar gangi betur að láta enda ná saman. Ástæðurnar fyrir því að fólk ákveður að flytja milli landa eru margar og ólíkar. Síðastliðið sumar tóku ung hjón með þrjú börn sig upp og fluttu frá Akureyri til Lundar í Svíþjóð. Þetta voru þau Freyja Dögg Frímannsdóttir og Orri Gautur Pálsson og að baki þeirra flutninga var hvorki skuldabasl né atvinnuleysi. Tíðindamaður Skólavörðunnar, sem búsettur er í Kaupmannahöfn, brá sér yfir sundið og hitti Freyju Dögg á heimili fjölskyldunnar í útjaðri Lundar. Erindið var að fræðast um reynslu þeirra hjóna og dætranna þriggja af því að setjast að í nýju landi. Að dæmigerðum íslenskum sið var gestinum strax boðið upp á kaffi. Eftir stutt spjall um menn og málefni var spurt hvað hefði orðið til þess að þau Freyja og Orri ákváðu að taka sig upp og flytja til Svíþjóðar. Borgþór Arngrímsson skrifar LÉTUM DRAUMINN RÆTAST

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.