Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 19

Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 19
JURI SEMJONOFF: Sterkju breytt í orku í neyð skal vin reyna, — það er gömul reynsla. Kartaflan hefur sýnt það, að hún er trygglyndur vinur. Ég man, hversu flatt það kom upp á mig einu sinni, þegar ég rakst á gamlan kunningja. Árið 1913 vorum við klukkustundum saman að skoða grísk skrautker í þjóðminjasafninu í Aþenuborg. Þá vorum við ungir og fjörugir stúd- entar. Hann var hrifinn af Oscar Wilde, — en Verlaine var eftirlætisskáld mitt. Átta árum seinna sátum við saman í veitingahúsi í Berlín- arborg. „Vitið þér það,“ sagði hann og fékk sér stóran skammt af kartöflum til viðbótar á diskinn. „Haf- ið þér gert yður grein fyrir því, hvílíkur ágætis- matur kartöflurnar eru?“ ,,Það er alveg óþarfi fyrir yður að koma með nokkrar afsakanir,“ svaraði ég .„Étið eins og yður langar til. Við getum beðið um skammt til við- bótar.“ „Athugið nú, mér er full alvara með það, sem ég var að segja. Vitið þér, að það er hægt að lifa á hér um bil eintómum kartöflum? Það er bein- línis ótrúlegt, hvað þær eru ríkar af næringarefn- um. Það orsakast af sterkjunni, — kolvetni, —■ kolefni. Kartaflan gefur okkur fitu, orku og þrótt-----“. „Ég veit satt að segja ekki, hvað segja skal,“ svaraði ég. „Ég neyddist einu sinni til þess að reyna að lifa á kartöflum einum saman, en það kom mér í slæmt skap.“ „Það er af því, að þér eruð vanur að borða kjöt,“ hrópaði vinur minn. „Sjálfssefjun, kæri vinur. Fái menn aðeins salta síld með kartöflum, njóta þeir lífsins til fulls, og skapið þarf ekki að fara úr jafnvægi. Hann talaði, svo að honum hitnaði í skapi og hélt áfram í tóntegund, sem ég kannaðist við frá dögunum í Aþenuborg. „Gætið þess,“ sagði hann ákafur. „Orðið sterkja minnir mig beinlínis á vöðavorku, vöðvastyrk.“ „Ég verð að segja eins og er, að mér finnst það minna fremur á sterkjaðan flibba en sterka vöðva.“ „Þetta er ekkert annað en orðaleikur. Sterkja er sterkja, og alltaf nytsamleg og eftirsóknarverð. Athugið það bara, að allur jarðargróður, sem inniheldur sterkju, er sérstaklega nærandi, — rís, maís og kartöflur.“ „En hvað segið þér um hveitið?“ „Hveiti er ekkert frábært að næringargildi. Það er bara svo auðmelt. Raunar er hér erfitt um all- an samanburð, því að næringarefni hveitisins eru í allt öðrum hlutföllum en kartöflunnar. En ber- ið saman kartöflu- og hveitiuppskeruna. Fyrir stríðið var hveitiuppskeran í Þýzkalandi bara 24 vættir af hverjum hektara, en kartöfluuppskeran 157 vættir. Satt er það, að innihald kartöflunnar er að þrem fjórðu hlutum vatn, en þó að við tök- um það líka með í reikninginn, verða samt eftir hér um bil 40 vættir af næringarefnum, aðallega sterkja. Gætið þess líka, að kartöflurnar vaxa við loftslag og í jarðvegi, |)ar sem þýðingarlaust er að ætla sér að rækta liveiti. Kartaflan lætur sér hvorki bregða við raklendi né sendna jörð. Hún prílar upp eftir fjöllunum og niður í mýrarnar. Hún nemur land norður á bóginn. Ég lagði við eyrun og hlustaði af athygli. Var þetta minn gamli, listhneigði vinur? Frá Oscar Wilde til kartöflunnar, — það var þróunarleið evrópiskrar hugsunar á stríðsárunum. „Þér eruð orðinn kartöflusérfræðingur,“ sagði ég undrandi. „Og hvernig gengur það með listina hjá yður?“ „Henni hef ég ekki gleymt. En lítið nú á. í gamla daga hugsaði ég aðeins um ytra borð hlut- anna, nú lít ég fyrst og fremst á innihaldið. Áður fyrr dáði ég skrautkerin, nú vil ég vita, hvað geymt var í þeim. Meðan á þessum samræðum stóð byrjuðum við að drekka kaffið. Vinur minn kveikti í vindli og hélt áfram máli sínu. „Sú var tíðin, að þegar leiðir gamalla vina lágu samair aftur var alltaf viðkvæðið: Það hefur runn- ið inikið vatn til sjávar, síðan við sáumst síðast. Nú væri miklu nær að orða þetta svo: Það hafa verið étnar margar kartöflur síðan fundum okkar VINNAN 325
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.