Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 33
Ingi S. Jónsson
ritari frd 1931 og síðan
Gróa Jónatansdóttir
eini kvenmaðurinn, sem
setið hefur i stjórn
félagsins. Meðstjórnandi
frá 1927 til 1932
maður eða aukafélagsmaður má vinna lijá þeim
vinnuveitanda, sem hefur utanfélagsmenn í
vinnu.“
Um 13. greinina stóð allur styrinn, og að lok-
unt mun hún liafa átt sinn þátt í, hve stutt ævi-
skeið félagsins varð, samhliða vanþroska verka-
manna í félagsmálum og skilningsleysi á mætti
samtakanna.
21. febr. 1909 er ákveðinn kauptaxti fyrir kon-
ur níu krónur á viku með 12 klukkustunda vinnu
á dag á tímabilinu frá 15. apríl til 30. sept. og
tímavinna 15 aurar og yfirvinna 20 aurar, en 40
aurar fyrir þvott á 100 af stórfiski.
Síðasta fundargerðin, sem rituð er í fundar-
gerðarbókina, er frá 1910.
Félagið hefur átt sérstaklega örðugt uppdráttar.
Einvaldshneigð firmans A/S N. Chr. Grams
Handel var glögg, og vopnin, sem það notaði
gegn félaginu voru lúaleg, þar sem þau voru
ekkert annað en sundrungarstarfsemi innan
verkalýðsins sjálfs byggð á atvinnukúgun.
Þetta byrjunarstarf verkamannanna var lofs-
verð tilraun til þess að skapa baráttufélagsskap
fyrir dýrfirzkan verkalýð. Þó að hún mistækist að
vissu leyti, var hún þó vakning alþýðunnar, sann-
kölluð uppreisn gegn vananum, uppreisn gegn
vananum, uppreisn gegn almenningsáliti þess
tíma, tilraun sem þroskaði svo samheldniskenndir
einstaklinganna, að verkalýðsfélagsstofnun 16 ár-
um síðar tókst svo giftusamlega sem raun varð á
í V/f. „Brynja“.
18. október 1926 er dagurinn, þegar — í ljósi
sannleikans — voru opnuð augu hins vinnandi
fólks hér um slóðir fyrir tilverurétti sínum, en
19. október er dagurinn, þegar hlekkur vanans
var rofinn, dagurinn 1926, þegar Verkalýðsfélag
Þingeyrar (nú V/f ,,Brynja“) var stofnað.
Landnámsmaðurinn Dýri nam dýrfirzk lönd,
og verkalýðshreyfingin nam strax dýrfirzka hugi.
Á stofnskrána skrifuðu sig 61 karlmaður og 7 kon-
ur. Stofnandi félagsins var Björn Blöndal Jónsson
löggæslumaður.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu:
Sig. Fr. Einarsson formaður, Kr. Jón Guð-
mundsson ritari, Ólafur H. Magnússon gjaldkeri,
Kristján H. Jóhannesson og Brynjólfur Einarsson
meðstjórnendur.
20. jan. 1929 var liafin pöntunarstarfsemi inn-
i ^ v' .. Jón Guðmundsson Ijfigfl^,/ . ji
form. V.l.f.d. ,fSkjöldur“
: i 1940-1946
\ jjB Helgi Pálsson
i A É form. V.l.f.d. „Skjöldur" 9 .* jr '
frá 1936 til 1940. í stjórn '“’■ 'r
Sjúkrasjóðsins frá 1941 ,
og siðan .;
VINNAN
339