Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 22

Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 22
boðsríki“. Frá Ítalíu flutti legáti páfa kartöfluna til Belgíu, og færði hana að gjöf amtmanninum í borginni Mons. Amtmaðurinn ól upp fyrirtaks kartöflur og sendi þær Caróltls Clausus forstjóra hins keisaralega jurtagarðs í Vínarborg. Hann rannsakaði kartöflurnar, lýsti þeim og lét birta mynd af þeim í riti, sem hann gaf út í Antwerpen árið 1601. Nú hafði kartöflunni hlotnazt vísindaleg viður- kenning, en áður hafði henni hlotnazt samkvæm- is viðurkenning, — sökum þess, hve fagurt kart- öflugrasið er. Árið 1651 skipaði kjörfurstinn mikli, að þessi töfrandi fagra jurt skyldi gróður- sett í lystigarði Berlínarborgar. Samtímis var gefið út flugrit um karöflurnar, þar sem sagt var, að ávextir kartöflugrassins „ykju á hamingju hjónabandsins‘“, en þeir væru bannaðir í Búrg- und fyrir þá sök, að þeir sýktu menn „rotnun“ (holdsveiki?). Árið 1591 sendir landgreifinn af Hessen-Kassel kjörfurstanum af Saxlandi kartöflu ásamt bréfi, þar sem hann nefnir þennan nýja ávöxt, sem hann hafi fengið frá Ítalíu og heiti ,,tartouphi“, — „hún hefur fögur blómstur og ilmar ágæt- legá . . .“ Enis og þér sjáið sjálfur, dróigu menn nafn þess- arar nýju plöntu af kunnum plöntunöfnum: I Englandi af batötunni, í Ítalíu og seinna í Þýzka- landi af tartouphunni. En það er gömul saga. Það væri blátt áfram órökvíst að krefjast þess að hafa alltaf nýtt vín á nýja leðurbelgi. Það er hætt við, að einhvern tíma yrði hart um belgina. í Frakklandi fékk kartaflan fyrst aðgang að samkvæmislífi hástéttanna sem fáséð blóm og á- líka sjaldséður kjörréttur. Það var ekki fyrr en kartaflan var orðin nytjajurt í Þýzkalandi og Eng- landi, sem hærri stéttir Frakklands fóru að ryðja henni braut. Ludvig XVI. og María Antoinette fóru á dansleiki og báru kartöflublóm á skrúða alsettum gimsteinum. Til þess að vekja áhuga bændanna fyrir kartöflurækt ræktaði hinn kon- unglegi grasafræðingur Parmentier kartöflur í jaðri Parísarborgar, og öllum var bannað að koma nærri á daginn. Á næturna stálu bændurnir þess- um furðulegu ávöxtum, — þar með var tilgang- inunr náð.“ Vinur minn lagði vindilinn á öskubakka og hallaði sér aftur á bak í legubekkinn. „Ég vona, að þér afsakið mig,“ sagði hann, með- an hann var að þurrka af gleraugunum sínum og horfði brosandi á nrig góðlátlegum, nærsýnum augurn. „Ég lief setið hér og látið móðann mása. En þa ðeru ekki kartöflurnar, sem eiga sök á ROLF STENERSEN : Bernskuminning Ég hafði verið óþekkur. Mamma sagði, að ég hefði verið óþekkur. Pabbi sagði, að ég hefði ver- ið óþekkur. Mamma ýtti mér til pabba og sagði, að það ætti að flengja mig. Ég grét. Pabbi flengdi mig. Pabbi flengdi mig fastar af því að ég grét svo hátt. Ég æpti af því að pabbi flengdi mig svo fast. Mamma grét af því að ég hafði verið óþekkur og það þurfti að flengja mig. Pabbi flengdi mig fast. „Það er sárt mamma. Pabbi flengir mig, mamma, hrópaði ég. En mamma grét og sagði ekkert. Ég sparkaði í pabba og hann lagði mig upp í rúmið og manrma dró niður gluggatjöldin og sagði, að sér þætti ekki vænt um mig lengur, og hurðinni var lokað og það var dimmt og ég grenjaði og pabbi kom inn og flengdi mig, af því ég grét svo hátt. Og ég reyndi að komast niður úr rúminu og til mömmnu, en pabbi fleygði mér upp í rúmið aftur. Og hann lokaði dyrunum og það var myrkur og ég var hræddur við hendurnar á pabba, senr flengdu svo fast. Og ég grét af því að mamma hafði sagt, að sér þætti ekki vænt um mig lengur og ég hljóp fram úr rúminu og ætl- aði að komast til mömmu, en pabbi stóð utan við dyrnar og flengdi mig, þegar ég kom út. Ég grét og mamma horfði bara á mig og sagði, að ég væri óþekkur. Og ég var borinn inn og mér var fleygt upp í rúmið. Og dyrunum var lokað og ég sá, að myrkrið var krökt af höndunr, sem flengdu. Ég varð að komast til mömmu, en utan við dyrn- ar stóð pabbi, og hann flengdi mig, þegar ég kom út. Og manrma grét og sagði, að sér þætti ekki vænt um mig lengur, og mér var fleygt upp í rúmið og dyrunum var lokað og myrkrið var krökt af höndum, sem flengdu. -K-*t:-K->c-K->c->c-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-t< + -K jressu, heldur kornbrennivínið. Og nrig, senr langaði til þess að segja yður svo mikið af sjálf- um mér.“ „Þér þurfið svei nrér ekki að fara að afsaka yður,“ svaraði ég. „Þér hafið sagt mér svo margt skemmtilegt um kartöflurnar, en ennþá meira unr yður sjálfan. Ég er þakklátur fyrir hvort tveggja. Og nú skulum við drekka skilnaðarskálina, síð- asta fullið, og svo förum við . . .“ 328 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.