Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 24
LÚÐVÍK JÓSEFSSON:
Sjávarútvegurinn og auðhringarnir
Á undanförnum árum hefur orðið mikil og
margháttuð breyting í atvinnulífi ísfendinga.
Næg atvinna hefur verið handa öllum og heild-
artekjur þjóðarinnar aldrei meiri en á síðustu
árum.
Styrjaldarárin 5 báru, í okkar atvinn.ulífi,
greinileg merki stríðsins í veröldinni. Þúsundir
landsmanna unnu á þessum tíma beint á vegum
hinna erlendu herja, sem Jiér dvöldu í landinu.
En nú ern nær liðin tvö ár síðan styrjöldin
hætti að hafa þannig bein áhrif á atvinnulíf
okkar. Öll setuliðsvinna er löngu hætt og önnur
störf á vegum landsmanna sjálfra Jiafa tekið við.
Það var álit margra, að nm leið og hinir er-
lendu lterir hættu að halda uppi framkvæmdum í
landinu, mundi atvinnuleysið halda innreið sína
á ný.
Vegna þeirrar framfarastefnu, sem tekin var
með myndun þeirrar ríkisstjórnar, er nýlega hef-
ur sagt af sér, hefur tekizt að forðast atvinnuleysi
og í rauninni að auka atvinnuna og bæta lífskjör
almennings frá því sem verið hafði styrjafdar-
árin.
Uppistaðan í þeirri atvinnuuppbyggingu, sem
þá var liafin, var stórfelld efling sjávarutvegsins.
Mikill meiri hluti {Djóðarinnar varð sammála
um þá liöfuðnauðsyn að hefja sjávarútveginn
sem aðalatvinnuveg þjóðarinnar upp á ltærra stig
framleiðslutækni og afkastagetu.
Á undanförnum tveimur árum hefur jtjóðin
orðið Iretur og betur sammála um, að framtíð
hennar og Jífsafkoma lrfýtur að byggjast á gengi
aðalatvinnuvegarins, sjávarútvegsins.
Nú hefur verið tryggt, að fiskveiðafloti lands-
ins tvöfaldast að stærð og afköstin ættu þó að auk-
ast enn meir. Hin nýju skip eru traustari og stærri
en þau gömlu.
Nýjar verksmiðjur liafa risið upp og síldar-
verksmiðjukostur landsins aukizt nærri um lielm-
ing að afköstum.
Upplíygging fiskiðnaðarins stendur yfir og eru
mörg ný frystihús og niðursuðuverksmiðjur í
þann veginn að verða tilbúin.
Nýsköpun sjávarútvegsins ltefur miðað allvel
áfram, þó að enn skorti mikið á, að því marki
hafi verið náð, sem stefna ber að í eflingu sjávar-
útvegsins, hvað tæki og tækni snertir.
Verklýðssamtökin ltafa átt drjúgan þátt í ný-
sköpun atvinnulífsins og munu áfram fylgjast
með gangi þeirra mála af áþuga.
Alþýðan hefur skilið, að lífskjör liennar mið-
ast við efnahag þjóðarheildarinnar og blómlegt
atvinnulíf er }dví grundvöllur jress, að liægt sé að
knýja fram góð kjör hinum vinnandi stéttum til
handa.
Alþýðan stendur lteil og óskipt að nýsköpun
atvinnulífsins. Hún hefur rekið á eftir uppbygg-
ingu sjávarútvegsins, þegar braskaralýðurinn
liefur dregið t'ir eðlilegum framkvæmdum og
áfram mun hún lialda að tryggja fullan ávinning
af þeim sigrum, sem unnizt hafa í þessum efnum.
í þeim almennn umræðum, sem fram liafa
farið undanfarin tvö ár um uppbyggingu sjávar-
útvegsins, er einn veigamikiff þáttur, sem mjög
grípur inn í rekstur útgerðarinnar og sjávarút-
vegsins yfirleitt, sem Jítið hefur verið ræddur.
Þessi þáttur er samskipti útvegsins við auðhring-
ana utan og innan lands.
Þegar Islendingar tirðu sammála um nýsköp-
un sjávarútvegsins, kaup nýrra, afkastamikifla
skipa og bygging nýtízku verksmiðja, þá var ætl-
unin, að þjóðin fengi að njóta vaxandi afkasta og
hagnýtari vinnsl uaðferða, en ekki, að liinn aukn'.
arður lenti í gini auðliringa eða braskaralýðs.
En hvernig víknr þessu í rauninni við, eins og
nú háttar málum. TÖkum til athugunar afurða-
sölumálin. Gott dæmi um ástandið í þeim mál-
um er salan á síldarlýsinu. Við fslendingar höf-
um lengst af látið nær alla þessa dýrmætu frarn-
Jeiðslu okkar til eins brezks auðlirings, Lever
Brotliers. Þessi auðhringur hefur skammtað okk-
ur verðið og lilátt áfram verið algjörlega einráður
um livað það skyldi vera á hverjum tíma. Þeir
íslendingar og stofnanir, sem með söluna liafa
farið, virðast liafa verið svo fast hnýttir aftan í
330
VINNAN