Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 45
Fyrihugað er einnig að efna til vandaðr-
ar útgáfu á úrvali rita Einars Benedikts-
sonar í óbundnu máli, og á æviágrip skálds-
ins að fylgja þeirri útgáfu.
Tvær bækur frá
bókaútgáfunni Hlaðbúð
Hlaðbúð er nýtt útgáfufyrirtæki, sem hóf
starfsemi sína með útgáfu hinnar fróðlegu
og ágætu bókar Mannþekking eftir Símon
Jóh. Ag. Nú hafa bætzt við tvær bækur frá
þessu forlagi, Vísnabókin, sem Símon Jóh.
Ágústsson hefur valið í, og Fornir dansar,
sem Olafur Briem hefur séð um útgáfu á.
Vísnabókin er fyrir „yngstu lesendurna“,
þulur, barnagælur og fleiri réttír andlegrar
næringar handa börnunum og hefur Símon
Jóh. valið af mikilli nærfærni og smekkvísi.
Hin bókin, Fornir dansar, mun verða
mjög kærkomin ungum sem gömlum, og
hefur Ólafur Briem lagt mikla alúð við að
safna þessum fögru kvæðum, sem forfeður
okkar og formæður sungu og stigu dansinn
við, þegar þau langaði til að fá sér snúning.
Frágangur þessara bóka er með ágætum.
Báðar eru þær skreyttar myndum, og hefur
Halldór Pétursson dregið myndirnar í
Vísnabókinni, en Jóhann Briem myndirnar
í Fornum dönsum.
Kisa kóngsdóttir
Ævintýri úr ÞjóSsögum og
sögnum Jóns Þorkelssonar,
myndskreytt af Atla Má. —
Skemmtiritaútgáfan 1946.
Það er ekki eins vandalaust verk og
margur heldur, að gefa út góðar barnabæk-
ur, ekki sízt fyrir yngstu börnin. Við út-
gáfu slíkra bóka verður að hafa þrennt í
huga: Fyrst, að efni bókarinnar sé við
barna hæfi og málið lýtalaust; annað, að
letrið sé stórt og vel læsilegt; þriðja, að
myndskreytingin sé við hæfi barna, mynd-
irnar auðskildar og skemmtilegar.
Þessi litla bók, Kisa kóngsdóttir, hefur
alla þessa kosti til að bera. Ævintýrið er
úr þjóðsagnasafni Jóns Þorkelssonar, með
öllum kostum ævintýrsins, eins og yngstu
lesendurnir vilja hafa þau. Atli Már hefur
teiknað margar myndir í bókina og eru
þær mjög vel gerðar og skemmtilegar.
Kápa bókarinnar er einkar smekkleg —
prentuð í þrem litum.
Merkúr og Appolló
Þótt ýmsir kunni, í fljótu bragði, að líta
svo á, sem þeir eigi lítið erindi hvor við
annan, Merkúr og Appolló, guð kaupsýsl-
unnar og guð skáldskaparins, virðast þeir
una sambýlinu hið bezta á Kárastíg 12, en
þar býr sá merki samtíðarmaður Pétur
Jakobsson, sem hefur, meðal annars, það
vinsæla og þjóðnýta starf með höndum að
skrifa útsvarskærur fyrir marghrjáða og fé-
fletta skattþegna, en er auk þess löggiltur
fasteignasali og afkastamikill ljóðasmiður,
sem hefur á síðastliðnum tíu árum, auk
margvíslegra og flókinna kaupsýslusamn-
ingagerða og vafstursmikilla skuldainn-
heimtustarfa, komizt yfir að semja og gefa
út fimm ljóðabækur, og er sú síðasta, Vaf-
urlogar, nýkomin út.
Pétri Jakobssyni virðist ekki vera „tregt
tungu að hræra“ í bundnu máli. En bó að
ég hafi aldrei heyrt brigður bornar á ná-
kvæmni bans og vandvirkni í samningagerð,
né áreiðanleika hans og ráðvendni í öllu
því, sem við kemur fasteignasölu, leyfi ég
mér að efast um, að t. d. eftirfarandi ljóð-
línur úr Vafurlogum:
arð það gæfi eins og vera bæri,
ómagar þá væru' ei lengur niðjar Tobba æri,
myndu hljóta löggildingu vandfýsinna fag-
urkera sem óvéfengjanlegur skáldskapur,
jafnvel þótt hið svokallaða „skáldaleyfi"
geti stundum verið dálítið rúmt hugtak.
Skylt er að geta þess, að ekki er vitnað í
þessar ljóðlínur vegna þess, að þær séu, að
áliti undirritaðs, einkennandi fyrir Ijóða-
gerð Péturs Jakobssonar.
„Dregur hver dám af sínum sessunaut,“
segir fornt máltæki. Svo er og um þá sam-
býlingana í hugtúni Péturs Jakobssonar,
Merkúr og Apolló, og virðist Apolló bera
talsverða lotningu fyrir Merkúr. Lætur slíkt
sig ekki án vitnisburðar og er það naumast
tilviljun ein, hve skáldinu leika á vörum
í ljóðmáli, orð eins og t. d. „arður“, „sjóð-
ur“, „viðskipti“, „hagstæð lán“, „umboð“,
„óhagstæður verzlunarjöfnuður“, „skattur“,
„hagsæld" o. s. frv. Lýsingarorðið „góður“
er að jafnaði frernur sviplaust og hvers-
dagslegt í skáldskap. IJjá einstaka skáldi
hefur þetta orð þó verið borið uppi af svo
einlægri tilfinningu og falslausri úð, að
manni finnst ekkert annað lýsingarorð eiga
við á þeim stað, svo sem eins og hjá Jónasi
Hallgrímssyni:
Grétu þá í lautu
góðir blómálfar,
eða hjá Snorra Hjartarsyni:
með morgunsvala
á sólardyr
leið svefninn ylfrjór
og góður.
Af sams konar innileik talar Pétur Jakobs-
son um „góðu húsin“, sem hann hefur til
sölu, og „viðskiptin góð“, sem hann annast.
Mun nú mál til komið að leggja frarn
óvéfengjanlegan vitnisburð um það, hversu
Merkúr og Appolló geta verið góðir grann-
ar, og fer hér á eftir kvæðið Gömul aug-
lýsing, úr síðustu ljóðabók skáldsins.
Eg hefi góðu húsin til sölu
með hagstæðum lánum, en ódýr samt.
Vita það menn, sem í Víkinni búa,
viðskiptum hagræða er mér svo tamt.
Umboð ég hef fyrir ágætum húsum,
ef þú vilt kaupa, þá birztu með sjóð.
Tek móti ykkur með ástúð og mildi,
öllum, sem hyggið á viðskiptin góð.
Lögfræðiskjölin ég bý til hin beztu
bara’ ef þið komið, þá skuluð þið sjá,
þar er ég heinia, hef þekkingu mikla,
þau kanntu alls ekki „billegri" fá.
Haldgóð eru þau, eins og mei;^ vita,
áreynslu þola og reynast því trú.
Ef að þið viljið um viðskipti tala
velkomin séu þið, herra og frú.
Ef til vill finnst sumum kenna nokkurs
oflætis í þessu kvæði, einkum síðara erind-
inu, en að dómi kunnugra mun þar fremur
vansagt en ofsagt, enda er Pétur Jakobsson
maður yfirlætislaus og ekki gjarn á að
trana sér fram. Mér er til dæmis sagt, að
hann láti ekki ljóðabækur sínar, sem hann
gefur út á eigin kostnað, í bókabúðir frem-
ur en verkast vill, heldur gefi hann mikið
af þeim kunningjum sínum. Hiiis vegar
geta þeir, sem eiga erindi á Kárastíg 12,
hvort sem þeir þurfa að fá aðstoð veitta
„með ástúð og mildi,“ við að semja skatta-
kæru eða „hagræða viðskiptum,“ „birtast
með sjóð,“ til að kaup „góðu, ódýru húsin
með hagstæðu lánunum," eða koma til að
láta „búa til fyrir sig haldgóðu lögfræði-
skjölin,“ sem „þola áreynslu og reynast
trú,“ fengið um leið keypta Ijóðabók, ef
hinn tælandi hljómur sleginnar myntar, hef-
ur ekki gert hlustir þeirra ónæmar a kontra-
punktinn í músík stuðlaðra stefja.
K. í.
YINNAN óskar öllum lesendum sínum gleðilegra jóla og farsæls árs!
VI N N A N
351