Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 15

Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 15
innstæðna, innköllun peninga og endurmati allra fasteigna.“ Um kjaramálin var samþykkt eftirfarandi á- lyktun: „19. þing Alþýðusambands Islands telur nauð- synlegt, að haldið verði áfram á sömu braut í baráttunni fyrir bættum launakjörum verkalýðs- ins, en leggja beri einkum álterzlu á að bæta kjör þeirra starfstétta, sem enn bera skarðastan hlut frá borði í launamálum. í þessu sambandi bendir þingið á eftirtalin verkefni: 1. Unnið verði að bættum launakjörum kvenna og keppt að því marki að fullkomnu jafnrétti verði komið á milli kvenna og karla í launamál- um. 2. Kostað verði kapps um að fá frarn sanngjarna leiðréttingu á dýrtíðarvísitölunni og spyrnt gegn hvers konar tilraunum til að skerða frekar en orð- ið er hag launþeganna í sambandi við útreikning hennar. 3. Ákvæði kjarasamninga varðandi vinnuskil- yrði og öryggisútbúnað, tilhögun kaffi- og matar- tíma, kaup í veikinda- og slysatilfellum o. s. frv. verði endurskoðuð og samræmd. Löggjöf verði sett um vinnuvernd verkafólks og bættan að- búnað. 4. Áfram verði haldið að samræma kaupgjald þannig að sama kaup gildi fyrir sömu vinnu hvar sem er á landinu." 5. Lagður verði skattur á allan stórgróða, að undangenginni skráningu allra verðbréfa, banka- innstæðna, innköllun peninga og endurmati allra fasteigna. Út af frumvarpi Jóhanns Hafsteins um lög- festingu hlutfallskosninga í stéttarfélögum voru samþykkt eftirfarandi mótmæli: „19. þing Alþýðusambands íslands mótmælir eindregið frumvarpi Jóhanns Hafsteins um breyt- ingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem lagt er til, að lögfestar verði hlutfalls- kosningar í stéttarfélögum og skorar á Alþingi að fella það. Þingið lítur á frumvarp þetta sem árás á félagafrelsið í landinu og óskammfeilna tilraun til þess að skerða óumdeilanlegan rétt verkalýðsfélaganna og annarra samtaka til að ráða sínurn innri málum, árás, sem ekki mun eiaa sér neina hliðstæðu í lýðfrjálsu landi. Þingið lítur svo á, að slík lagasetning myndi beinlínis lögfesta pólitíska sundrungu innan sam- takanna, verða stöðug uppspretta ófriðar meðal verkamanna og verka lamandi á alla starfsemi verkalýðsfélaganna, en gera lýðræðið að skrípa- mynd. Það myndi leiða til þess, að trúnaðarmenn VINNAN verkalýðssamtakanna yrðu ekki kosnir eftir starfi sínu í þágu þeirra, heldur eftir stjórnmálaskoð- unum, það myndi löghelga afskipti stjórnmála- flokka af innri málefnum verkalýðssamtak- anna, skerða þar með sjálfstæði þeirra og gera þau að leiksoppi stjórnmálaflokka í stað þess að vera óskoruð hagsmunavígi meðlimanna. Þingið vill vekja sérstaka athygli allra laun- þega á því, að tillagan um að lögfesta stjórnmála- erjur í verkalýðssamtökunum, er um leið lævís- leg tilraun til þess að dreifa athygli verkafólks- ins frá hagsmunabaráttunni, sem krefst samstilltr- ar einingar alls verkalýðs. Þingið álítur, að þau fjögur ár, sem liðin eru síðan Alþýðusambandið varð skipulagslega sjálf- stætt, hafi sannað, að verkalýðssamtökin eru þá sterkust, þegar þau eru sjálfstæð. Þingið álítur því, að í stað þess að liða verka- lýðssamtökin í sundur nteð pólitískum hlutfalls- kosningum og ónýta þannig árangurinn af hálfr- ar aldar erfiði íslenzkra verkamanna og verka- kvenna, þurfi verkalýður alls landsins að rísa upp til varnar samtökum sínum og vernda sjálfstæði Þóroddur Guðmundsson i forsetastól þingsins 321
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.