Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 46

Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 46
f------------------------------------------------"N SAMBANDS- tíðindi v________________________________________________./ 19. þing Alþýðusambands Islands 19. þing Alþýðusambands íslands var háð í Reykjavík dag- ana 10.—16. nóv. s. 1. Þetta var fjölmennasta þing i sögu sam- bandsins, en þingið sátu 234 fulltrúar frá 115 sambandsfélög- um. I sambandinu eru nú 123 stéttarfélög með samtals 21417 f élagsmönnu m. Hin nýja sambandsstjórn, er kosin var á lokafundi þingsins laugardaginn 16. nóv., er skipuð þessum mönnum: Miðstjórn: Hermann Guðmundsson, forseti, Stefán Ogmunds- son, varaforseti, Björn Bjarnason, ritari. Meðstjórnendur: Jón Rafnsson, Guðgeir Jónsson, Sigurður Guðnason, Kristinn Ag. Eiríksson, Bjarni Erlendsson og Borgþór Sigfússon. Auk miðstjórnar eiga sæti í sambandsstjórn eftirtaldir menn utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar: Fyrir Suður- og Suðvesturland: Sigurður Stefánsson, Vest- mannaeyjum og Jóhann Sigmundsson, Sandgerði. Fyrir' Vesturland: Jón Tímótheusson, Bolungavík og Markús Ö. Thoroddsen, Patreksfirði. Fyrir Norðurland: Gunnar Jóhannsson, Siglufirði og Tryggvi Helgason, Akureyri. Fyrir Austurland: Bjarni Þórðarson, Neskaupstað og Inga Jóhannesdóttir, Seyðisfirði. Varamenn sambandsstjórnar eru: Ur Reykjavik og Hafnarfirði: Einar Ögmundsson, Guðrún Finnsdóttir, Kristján Eyfjörð og Eggert Þorbjarnarson. Fyrir Suður- og Suðvesturland: Björgvin Þorsteinsson, Sel- fossi og Páll Ó. Pálsson, Sandgerði. Fyrir Vesturland: Ingimar Júlíusson, Bíldudal og Jóhannes Gíslason, Patreksfirði. Fyrir Norðurland: Páll Kristjánsson, Húsavík og Jóhann Ei- ríksson, Hofsósi. Fyrir Austurland: Jóhannes Stefánsson, Neskaupstað og Sig- urgeir Stefánsson, Djúpavogi. Endurskoðendur reikninga sambandsins voru kosnir: Ari Finnsson og Bergsteinn Guðjónsson. Til vara: Hannes M. Stephensen. Margvíslegar ályktanir varðandi hagsmunamál alþýðunnar og önnur framfaramál voru samþykktar á 19. þinginu. Er nokkurra þeirra helztu getið hér í ritinu. Nýr kjarasamningur í Stykkishólmi Þann 11. des. s. 1. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkalýðsfélags Stykkishólms og atvinnurekenda. Samkvæmt nýja samningnum hækkaði grunnkaup karlmanna í almennri dagvinnu úr kr. 2,20 í kr. 2,45 á klst. Almenn skipavinna hækk- aði úr kr. 2,55 í kr. 2,84 á klst. og skipavinna við kol, salt og sement úr kr. 3,10 í kr. 3,45 á klst. Grunnkaup kvenna hækk- aði úr kr. 1,55 í kr. 1,72 á klst. og sömuleiðis drengja á aldrin- um 14—16 ára. I eftirvinnu greiðist 50% álag og nætur- og lrelgidagavinna með 100% álagi. Á allt kaup kemur full dýr- tíðaruppbót mánaðarlega samkvæmt vísitölu kauplagsnefndar. ViðræSuneínd við L. í. Ú. Samkvæmt ósk Landssambands ísl. útvegsmanna kaus 19. þing Alþýðusambandsins 3ja manna nefnd til þess að eiga við- ræour við nefnd frá L. í. Ú. um sameiginleg áhugamál beggja sambandanna. Þingið kaus í þessa nefnd þá Lúðvík Jósepsson, Jón H. Guðmundsson og Sigurð Stefánsson. Átti nefndin einn viðræðufund við fulltrúa útvegsmanna meðan þingið stóð yfir. En þar senr tveir nefndarmanna fóru úr bænunr strax að loknu þinginu, þeir Jón H. Guðmundsson og Sigurður Stefánsson, en báðir aðilar voru sammála um að halda viðræðum áfram, tilnefndi miðstjórnin í þeirra stað í nefndina þá Hermann Guðmundsson og Guðmund Vigfússon, á fundi sínum 22. nóv. s. 1. Nýr kjarasamningur í Olafsvík Þann 6. des. s. 1. var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík og atvinnurekenda. Sam- kvæmt þessum samningi hækkaði grunnkaup karlmanna í al- mennri dagvinnu úr kr. 2.10 í kr. 2,45 á klst. Grunnkaup í al- mennri skipavinnu hækkaði úr kr. 2,40 í kr. 2,80 á klst., en skipavinna við kol, salt og sement er greidd með kr. 3,00 á klst. Grunnkaup kvenna hækkaði úr kr. 1,50 í kr. 1,95 á klst. og drengja 14—16 ára sömuleiðis. Stúlkur 14—16 ára skulu fá kr. 1,50 á klst. Grunnkaup vélstjóra er kr. 650,00 á mán. og að- stoðarmanna án réttinda kr. 550,00 á mán. I eftirvinnu greiðist 50% álag á dagkaupið og í nætur- og helgidagavinnu 100%. Á allt kaupið kemur full dýrtiðaruppbót mánaðarlega samkv. útreikningi kauplagsnefndar. Samningurinn gekk í gildi 16. des. s. 1. Nýr kjarasamningur Snótar í Vestmannaeyjum Þann 30. sept. s. 1. var undirritaður kjarasamningur milli Verkakvennafélagsins Snótar og Netagerðar Vestmannaeyja h.f. Áður var enginn samningur til um þessa vinnu og er þetta fyrsti samningur, sem Snót gerir um kjör verksmiðjustúlkna, enda lítið um iðnað í Eyjum. Samkvæmt samningnum er kaup stúlkna, er vinna í veiðar- færaverksmiðju Netagerðar Vestmannaeyja, sem hér segir: Byrjunarlaun kr. 190,00 á mán. (var kr. 150,00), eftir 3 mánuði kr. 290,00 á mán. (var kr. 275,00 og hækkaði ekki úr þvi) og eftir 12 mánuði kr. 310,00 á mánuði. Á kaupið kemur full verðlagsuppbót. Samningurinn gildir til 1. okt. 1947 og er uppsagnarfrestur þrír mánuðir. -k-k-k-k'k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k'k AF ALÞJÓÐAVETTVANGI Framh. af bls. 315. Konur njóta sömu launa og karlar fyrir sönru vinnu. í öllu starfi sínu leggur verkalýðshreyfing Júgó- slavíu ríka áherzlu á að efla eininguna innan sam- takanna og að skapa sem bezt samstarf við verka- lýðshreyfingu nágrannalandanna. (Eftir W. F. T. U. Bulletin No. 19.) 12.000 skógarhöggsmenn eru nú í verkfalli í Kanada, krefjast þeir 5 dollara lágmarkslauna á dag og betri aðbúnaðar í viðlegubúðunum. Ríkis- stjórnin hefur sent verkfallsbrjóta inn í skógana, en samtök verkamanna hafa fram að þessu getað hindrað, að þeir taki upp vinnu. Einnig eiga þeir í höggi við lögreglu Ontariofylkis, sem reynir að aðstoða verkfallsbrjótana. 352 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.