Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 41

Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 41
Vetrarlandslag + + + ± + + + + + + + + + + * + En hinar brattstígu vonir þjóðarinnar brugðust fljótlega, og kröfum hennar til þjóðlegs sjálfsfor- ræðis var ekki sinnt. Þegar fulltrúarnir á þjóð- fundinum 1851 vildu ekki aðhyllast innlimunar- frumvarp Danastjórnar, en héldu í meginatriðum fast við kröfur, sem sagðar voru hér áðan, var þjóðfundinum hleypt upp. íslendingar höfðu gert sér rniklar vonir um fund þenna, er þeir mættu ræða frjálslega unr stöðu íslands í ríkinu. Eftirvæntingu þjóðarinnar er vel lýst með þess- um orðurn Hannesar Stephensen, hins skelegga málsvara íslenzkra landsréttinda, er hann mælti á þjóðfundinum: ,,Hann er þá runninn upp þessi dagur, er vér í fyrsta sinn eftir langan aldur megum lrugsa unr sjálfa oss. Sæll veri þessi dagur, og allir slíkir dag- ar eftirleiðis! “ En dýrðin stóð ekki lengi. Hinn 9 .ágúst 1851 sleit konungsfulltrúi fundinum. Konungsfulltrúi lauk ræðu sinni er hann sleit fundi á þessa leið: Til að baka landi þessu fleiri óþarfa útgjöld en orðið er, finn ég alls ekki ástæðu, og nrun ég því, samkvænrt þeinr myndugleika, sem vor allra mild- asti konungur hefur gefið nrér til þess, og sem ég hef lagt fyrir fundinn, nú þegar enda fund þennan. Og lýsi ég þá yfir í nafni konungs (J. kand. Sigurðsson: Má ég biðja mér hljóðs til að forsvara aðgerðir nefndarinnar og þingsins? For- seti: Nei!) að fundinum er slitið. J. kand. Sigurðsson: Eg mótmæli í nafni kon- ungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi. Þá risu upp þingmenn og sögðu flestir í einu hljóði: Vér mótmælum allir! Þótt mörgum féllist hugur, er svo fór um þjóð- fundinn, fór því þó fjarri, að kjarkur forustu- mannanna bilaði. Jón Sigurðsson skrifar 1852 einskonar víðsjá um sjálfstæðisnrál íslendinga fram til þessa, þar segir svo: „Margir segja: Það er hryggilegt að vera í þessu volki og vita ekkert hvernig um sig fer! Þar til svörunr vér, að vér erum alls ekki í nreira volki nú, en þó vér hefðunr játað stjórnarfrum- varpinu. Komi stjórnin með sama frumvarp get- um vér játað því, neitað því eða stungið upp á breytingum — eftir því sem oss virðist lrentugast, eða látið hleypa þinginu upp í annað sinn. Konri stjórnin með annað frumvarp, þá nrá fara eins að. Konri hún með nýlendustjórnarfrumvarp, sem helzt lítur út til nú, þá má það vera mikið hnött- ótt, ef hvergi verður á því sá flötur, að vér getunr látið það standa, á meðan vér skoðunr það, og nrikið tindótt, ef vér getum lrvergi náð á því handfesti. En ef vér náum í það, þá getunr vér lík- lega konrið að Jrví breytinga atkvæðunr einhvers staðar.“ Hin næstu 20 ár, er liðu frá slitum þjóðfundar- ins kunnu að hernra frá nokkrum stjórnarfrum- vörpum um stöðu íslands í ríkinu og fjárreiður jress og skuldaskipti við Danmörku. Það konr fram, sem Jón Sigurðsson hafði sagt, að á Jreinr mátti finna einhvern flöt, svo að hægt var að skoða þau, Jrótt ekkert þeirra fullnægði kröfum Islendinga. Jón Sigurðsson segir svo unr stjórnar- frumvarpið um stöðu íslands í ríkinu 1869: „Frumvarp Jretta er í raun og veru ekki hænu- fet til framfara nema menn hugsi sér hænur, sem þykjast feta áfranr, en vappa reyndar í kring á sama sorphaugnum og tína korn þau, er hús- bóndi Jreirra stráir á hauginn við og við. Það get- ur vel verið, að einstaka hæna finni góð korn, því skal ég ekki neita. Kröfur þær, sem nefndin hefur gjört, sýna vafalaust, að hún er á réttri stefnu. Aðalatriðið er það, að hér er gerð réttar- krafa, og hún er sannarlega á góðunr rökum byggð. Það er alkunnugt, svo að ég taki aðeins stólsgózin til dænris, að þau voru dregin inn í VINNAN 347
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.