Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 12
Nítjánda þingið að störfum
með Borgey. Heiðraði þingheimur minningu
þeirra með því að rísa úr sætum.
Að lokinni ræðu forsetans lék hljómsveit, sem
í voru beztu tónlistarmenn bæjarins, alþjóðasöng
verkalýðsins og íslenzka þjóðsönginn.
Þá fluttu þeir Alfred Skar og Albin Lind kveðj-
ur frá norsku og sænsku alþýðunni, og voru
norski og sænski þjóðsöngurinn leiknir á eftir
ræðum þeirra. Fulltrui Dana náði ekki í tæka tíð
til landsins, til þess að vera við þingsetninguna.
Þá tók til máls hinn aldurhnigni heiðursgestur
þingsins, Otto N. Þorláksson, fyrsti forseti Al-
þýðusambandsins.. Var ræða hans kyngimögnuð
áskorun um að standa sameinaðir og vera á verði
um sjálfstæði og frelsi íslands.
Því næst voru fluttar kveðjur innlendra félaga-
samtaka. Guðjón B. Baldvinsson flutti kveðju
frá B. S. R. B., Lúter Grímsson flutti kveðju Far-
mannasambandsins og Sigurður Guðgeirsson
kveðju Iðnnemasambandsins. Að því loknu var
gengið til venjulegra þingslarla og hafði Guð-
mundur Vigfússon framsögu fyrir kjörbréfanefnd
Þegar búið var að kjósa forseta þingsins, ritara
og nefndir, flutti Jón Rafnsson framkvæmdastjóri
sambandsins skýrslu sambandsstjórnar og rakti í
ýtarlegu máli þróunarsögu sambandsins og ár-
angra síðustu ára.
Á þingfundi Alþýðusambandsins þann 11. nóv.
skýrði gjaldkeri sambandsins, Guðbrandur Guð-
jónsson, frá fjárhag sambandsins, og var hann
betri en hann hafði nokkru sinni verið áður. Þá
flutti fulltrúi danska Verkalýðssambandsins, Carl
P. Jensen, kveðju þess.
Fyrir þinginu lágu mörg viðfangsefni og má
þar nefna sjálfstæðismálið, kjaramálin, atvinnu-
málin og dýrtíðarmálin. Fara hér á eftir helztu
tillögur og ályktanir, sem samþykktar voru.
Um atvinnumálin var samþykkt eftirfarandi
ályktun:
„Þingið lýsir yfir eindregnu fylgi sínu við al-
hliða nýsköpun atvinnulífsins og leggur ríka á-
herzlu á framhald nýsköpunarstarfsins, sem öllu
öðru fremur tryggir næga atvinnu, eykur þjóðar-
tekjurnar og skapar grundvöll til bættra l,ífskjara
almennings í landinu.
Þingið telur að sérstaka áherzlu beri að leggja
á eftirfarandi:
1. Uppbyggingu fiskiðnaðarins með forgöngu
318
VINNAN