Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Page 42

Vinnan - 01.12.1946, Page 42
ríkissjóðinn með því beru skilyrði af konungs hendi, sem og var samkvæmt hlutarins eðli, að ríkissjóðurinn bæri þann kostnað þaðan í frá, er á gózunum hvíldi. Það er svo einkennilegt í fjárhagsreikningum stjórnarinnar á seinni tímum, að þar eru árlega talin útgjöld þau öll, sem ganga til þess, er stóls- gózin stóðu fyrir, svo sem skólakostnaður, laun biskups o. s. frv., en tekjur eru engar taldar í móti; og yfir þessa reikninga býður stjórnin oss að slá striki. Þessu vil ég ekki játa, mér sýnist miklu réttara að fá samda hreina reikninga; gjaldi Danir oss það, sem þeir eru oss skyldugir, hvort það verður meira eða minna, en frelsi voru og jafnrétti eiga þeir ekkert með að halda fyrir oss. Þetta verða menn að leiða stjórninni fyrir sjónir, og ég leyfi mér að skora á þá háttvirtu menn, sem hafa mest áhrif á skoðanir stjórnarinnar og hún virðir mest, að láta ekki sinn hlut eftir liggja í þessu efni; hefðu hinir helztu embættismenn landsins tekið þetta skýrt og skörulega fram aftur og aftur og einarðlega lýst þörfum vorum og rétti, þá væri ástandið í landi voru betra en það er, því að atkvæði og yfirlýsingar frá stórmenn- um landsins hlýtur að hafa meiri þýðingu og meiri áhrif en það, sem kemur frá smámennun- um. En ekki þar fyrir! Ég er ekki hræddur um, hvernig sem fer, að við náum ekki frelsi og jafn- rétti fyrir land vort þegar fram líða stundir, því að þar mun sannast það, sem einn góður kenni- maður sagði nýlega um guðs orð: Frelsi íslands verður eigi fjötrað!" Það voru orð að sönnu! Frelsi íslands varð ekki fjötrað. Þegar konungsvaldið danska gaf íslandi í afmælisgjöf stjórnarskrána 1874, þá var það án efa ætlun Dana, að nú mættu íslendingar vera ánægðir. En íslenzka þjóðin skildi brátt, að stjórnarskráin 1874 var lítið annað en snuðtútta. Löggjafarvald og fjárforræði alþingis reyndist æði lítils virði meðan ekki var til landsstjórn, er bæri ábyrgð fyrir alþingi. Því var hin næsta krafa Islendinga, að innlend stjórn með fullkominni ábyrgð á stjórnarathöfnum sínum fyrir alþingi yrði sett á stofn. í nærri tvo áratugi var Benedikt Sveinsson hinn eldheiti málssvari þessarar kröfu. Árið 1885 túlkar hann mál sitt á þingi á þessa leið: „Fullnægir þetta stjórnarfyrirkomulag liinum sönnu þjóðarþörfum íslendinga? Ég svara þá: Þetta stjórnarfyrirkomulag og ekkert annað, sem um getur verið að ræða. Líti menn á afstöðu íslands og fjarlægð þess frá Danmörku og lands- liáttu alla. Líti menn á, eða réttara sagt, skynji menn réttilega þjóðerni, tungumál, lundarlag og allt einkennilegt atgervi, hugsunarhátt og þjóðar- meðvitund íslendinga. Rannsaki menn allar ræð- ur og rit ágætismanna vorra, er talað hafa og ritað síðan dagsbrún frelsisins fór aftur að bregða fyrir á Islandi með stofnun standaþinganna fram á þennan dag. Lesi rnenn spjalda á milli tíðindi hinna mörgu alþinga, og skyggnist menn loksins um í hug og hjarta hvers einasta viti borins manns á íslandi! Sérhvert eitt af þessu og allt til samans mun hátt og hátíðlega sanna mál mitt, bera vitni um, að það er satt sem ég segi. Menn munu sjá þess óræk vitni, að ekki einungis hinir þjóðkjörnu þingmenn lieldur og hver hinna kon- ungskjörnu þingmanna hafi játað, að það sé aðeins innlend stjórn á Islandi, sönn og veruleg innlend stjórn, sem geti stofnsett þjóðlegar fram- farir meðal vor. Oss íslendingum hefur verið brugðið um það, að vér værum fúsari á að heimta réttinn, heirnta frelsið en fullnægja þeim skyld- um, þeim byrðum, sem frelsinu fylgja, og þó þessu mætti svara svo, að oss hingað til hafi eigi staðið frelsið til boða nema í sára skornum skammti, þá má þó búast tvisvar við þeirri spurningu. „Getu'r hið fátæka ísland staðizt kostnaðinn af þeirri stjórn sem hér ræðir um? Er hún ekki of dýr fyrir land vort?“ Ég er ekki reikningsmaður mikill, en án þess að fara út í krónureikning að þessu sinni svara ég: Það getur verið að stórauðug þjóð geti um tíma risið undir eða staðið straurn af óhentugri, erlendri, sein- færri, óþjóðlegri og starflítilli stjórn, en alls eigi til lengdar, en hitt er víst og vafalaust, að innlend, frjáls, starfsöm og þjóðleg stjórn er sönn upp- spretta auðæfanna, og að aftur á móti erlend, óþjóðleg, óhagkvæm og framkvæmdalítil stjórn, er hyldýpisbrunnur fátæktar, örbyrgðar og vol- æðis og má ég spyrja: Mundi ég geta nefnt betra dæmi, ómótmælanlegra dæmi upp á þann sann- leika en einmitt sjálft ísland. /-------------------------------------------s Félagar í Alþýðusambandi Éslands! Starfið fyrir tímarit sambandsins. Utvegið nýja kaupendur að Vinnunni. V--------------------------------------z 348 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.