Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 23

Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 23
Sigurður Jóhannsson MINNINGAR Sigurður Jóhannsson skipstjóri á Eskifirði fórst með v.s. Borgey hinn 5. f. m. Með lionum er í valinn fallinn einn þekktasti og bezti sjómaður Ausurlands, enda munu fáir eða engir stéttarbræðra hans eiga jafn marga vini á Austfjörðum og hann átti. Hann var um margra ára skeið skipstjóri á flóabátum, sem gengu rnilli Reykjavíkur og Austfjarða og kynntist því fjölda fólks. Eru ótalin þau erindi, smá og stór, sem hann innti af hendi fyrir fólkið austur þar. Eng- inn veigraði sér við að biðja Sigga Jóh um greiða, því að liann var alltaf sjálfsagður og aldrei eftir talinn. Skipstjórn á flóabát er vafalaust einhver eril- samasta og erfiðasta staða, sem nokkur sjómaður kemst í. Það er svo margt, smáttt og stórt, er fólk- ið í dreifbýlinu vanhagar um, og ekki fæst afjgreitt með einni skipsferð, ef erindið er aðeins rekið bréflega eða símleiðis. Því mun nú mörgum þykja óvænlega horfa um erindi sín, er Sigurður er liorfinn úr leik, vitandi það, að enginn meðal- maður fer í fötin hans um úrræði og dugnað, þótt góðum vilja væri gæddur. Þeir, sem kynntust Sig- urði fyrst og fremst á ferðum lians með ströndum landsins, harma í senn góðan vin og hjálpfúsan greiðamann, sem hvers manns vanda vildi leysa. Á Austfjörðum var Sigurður að fleiru kunnur en lipurð og dugnaði í strandferðunum. Hann var óvanalega lieilsteyptur skapgerðarmaður. í stjórnmálum var hann aldrei á báðum áttum. Hagsmunir alþýðunnar, fjöldans, voru honunr allt í öllu í því efni. Hann stóð ætíð fremst í fylkingu í baráttu verkalýðsins fyrir bættnrn kjör- um. Áður liefur sá þáttur ævistarfs hans verið að nokkru rakinn í Vinnunni. Sigurður heitinn hefur um langt skeið átt sæti í hreppsnefnd Eskifjarðarhrepps og gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum bæði fyrir hreppsfé- lagið og ýms hagsmunasamtök fólksins. Hann átti drýgstan þátt í stofnun útgerðarsamvinnufé- lags á Eskifirði, þegar við landauðn lá á Aust- fjörðum sökum aflabrests og atvinnuleysis. Hann var stórhuga og framsýnn, greindur og djarfur og flutti mál sitt ætíð með einurð og rökfestu, sem ekki varð í móti staðið, er til lengdar lét. Þess vegna var hann ætíð sjálfsagður fulltrúi sveitunga sinna, þegar stór mál voru á döfinni og naut þá jafnt trausts pólitískra andstæðinga sem samherja sinna. Mesta framfaramálið, sem Eskfirðingar hafa barizt fyrir á síðustu árum, er bygging stærsta hraðfrystihúss Ausurlands þar á staðnum, og er því verki nú að verða lokið. Enginn einn maður hefur átt jafn mikinn þátt í framgangi þess máls og Sigurður. Það er því ekki of sagt, að við fráfall lians hafi orðið héraðsbrestur á Eski- firði. Sigurður var giftur Borgheiði Einarsdóttur, hinni mestu greindar- oig myndarkonu, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi og livert öðru mannvænlegra. Elzt þeirra er Alfons, stýrimaður á Eskifirði, þá Sigrún igift Hilmari Bjarnasyni sjómanni á Eskifirði, þá Einar Bragi, stúdent, sem nú stundar nám við háskólann í Lundi, einnig kvæntur. Yngst barna þeirra er Anna, sem undanfarin ár liefur stundað verzlunarstörf í Vestmannaeyjum, en er nú á för- um til Svíþjóðar. Sigurður Jóhannsson var fæddur 14. des. 1891 á Djúpavogi. A.J. VINNAN 329
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.