Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 40

Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 40
byrgist atgjörðir sínar og konungsins fyrir þing- inu á íslandi, þó svo, að einn af stjórnarmönnum ævinlega sé í Kaupmannahöfn hjá konungi.“ í nóvember 1848 hóf blaðið Þjóðólfur göngu sína. I ávarpsorðum blaðsins segir, að nú séu raddirnar utan af hafinu að reyna að vekja oss af dvala hugsunarleysis og hirðuleysis um þjóð- erni vort og láta sér annt um að glæða hjá oss þjóðlegan anda. Blaðið fagnar Nýjum félagsrit- um og boðskap þeirra: „Þar hljómar rödd þess nranns, sem segir oss því nær skýlaust, að nú sé dagur hjálpræðisins, nú sé kominn hinn hentugi tími, að vér skulum því vakna og þekkja vorn vitjunaríma. Og þessi röddin hún vekur oss til íhugunar í þeim málefn- um, sem í tímanlegu tilliti eru nú mest varðandi fyrir land og lýð, en það er þjóðleg stjórn fyrir land vort og frjálsleg verzlunarviðskipti við aðrar þjóðir. Almenningsálitið megnar allt! Það kveður svo að orði við sjálfan konunginn: vér sleppum þér ekki fyrr en þú blessar oss! Lengi urðu íslendingar að vísu að bíða eftir blessunarorðum konungs, en Jón Sigurðsson hafði allra manna mest innrætt og kennt þjóðinni þrautseigju og biðlund, þegar á móti blés. Svo orti Stefán G. Stephansson um Jón: Okkar gæfumesta mann, metum við nú hann, sem vann þjóð, sem átti ekkert vald, ádrátt launa, tign né gjald. Sögu hennar, lög og lönd leitaði uppi í trölla hönd. Tók frá borði æðstan auð: ástir hennar, fyrir brauð. Honum juku þrautir þrek, þrekið, sem að aldrei vék. Hans það var að voga bratt, vita rétt og kenna satt. Miklar Jón vorn Sigurðsson sérhver fullnægð þjóðarvon. Hann, svo stakur, sterkur, hár, stækkar við hver hundrað ár. Dýran hjör og hreinan skjöld hér er að vinna á hverri öld hans, sem að aldrei undan vék eða tveimur skjöldum lék. Bjóðist einhver okkur hjá ástsæld hans og tign að ná, holla vild og mátt þess manns mælum nú á varðann hans. Sá skal hljóta í metum manns mildingsnafn síns föðurlands, sem þvi keypti frelsið, féð fátækt sinni og stríði með. ísland lætur svanna og svein segja við hans bautastein: Þessi styttan okkar er eini konungsvarðinn hér. Febrúarbyltingin og frelsishreyfingar Evrópu orkuðu meir á íslenzku þjóðina, en menn gera sér almennt ljóst. Skyndilega brugðu íslendingar blundi og tóku að búast til langvinnrar sjálfstæð- isbaráttu, sem nú er nýlokið. Þegar í upphafi þessarar baráttu var stefnt að því marki, að ísland fengi fullt sjálfsforræði. Sumarið 1851 var boðað til fundar á Þingvelli og þar var samþykkt ávarp til íslenzku þjóðarinnar, sem telja verður stefnu- skrá hennar á þessum árum. Þar segir svo: „Það er álit vort og full sannfæring, að sam- bandið milli íslands og Danmerkur geti orðið ís- landi heillavænlegt, ef réttum grundvallaratriðum er fylgt í lögum sambandsins og stjórn landsins. Fundurinn álítur að byggja þurfi stjórnarreglur íslands á þessu: Eftir hinum forna sáttmála milli feðra vorra og Noregskonunga er ísland þjóð sér í lagi með fullu þjóðerni og þjóðréttindum og frjálst sam- bandsland Danmerkur, en ekki partur úr henni, hvorki nýjenda né unnið með lierskildi. ísland er bæði of fjarlægt og of ólíkt Dan- mörku til þess að geta átt þjóðstjórn saman við hana. Fundurinn álítur, að öll sú stjórnarathöfn þeirra mála, sem sér í lagi eða að aðalatriðunum til snerta ísland verði að eiga aðalaðsetur í land- inu sjálfu, þrír séu þeir æðstu stjórnarherrar landsins, og hafi hver ábyrgð á stjórn sinni; svo viljum vér hafa jarl yfir oss eins og fyrri. Alþingi hafi öll þau réttindi, sem þjóðþing hafa þar sem er takmörkuð konungsstjórn, þ. e. löggjafarvaldið í sameiningu við konung, ráð á landstekjum og útgjöldum öllum og rétt á að líta eftir, hvernig stjórnarathöfnin (stjórnar- og framkvæmdarva’ ' ið) fer fram í landinu. Erindreka þarf landið að eiga í Danmörku milli konungs og hinnar ís- lenzku stjórnar. Það vill fundurinn að fjárhagur íslands sé sér í lagi og að ísland gjaldi að sínum hluta árlega til almennra ríkisnauðsynja að tiltölu.“ r " \ VERKAMEMN! Sendið Vinnunni greinar um áhugamál ykkar. V__________________________________________) 346 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.