Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 28

Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 28
þegar hann kemur lieim slampfullur og í yndis- legu skapi finnst honum tilhlýðilegt að heimsækja sinn aldavin úlendinginn, drepur á dyr hjá hon- urn, en fær ekki svar. Nú jæja, hugsar gestgjafinn, hann er á kvennafari og ég'held honum sé það ekki ofgott, síðan rölti liann niður stigann og Sfekk til sænsfur. Áður en hann livarf til draum- anna heyrði hann eimpípu blása einhvers staðar langt, langt úti á hafi. Það var ekki fyrr en í ljósaskiptunum daginn eftir að gestgjafinn lét Itrjóta upp hurðiná. Greif- inn hafði ekki látið sjá sig allan daginn og ekki svarað þótt drepið væri á dyr svo það hlaut eitt- itvað að ganga að manninum. Meðan brakaði í hurðinni stóð gestgjafinn álengdar og neri hend- ur sínar því að hann var maður viðkvæmur, eink- unt ef hann var rykaður. En þegar til kom var enginn í lierberginu — og það sem meira var, töskurnar voru einnig horfnar. Hvað haldið þið að gestgjafinn hafi nú gert? Nei, hann hrópaði ekki upp og æddi um eins og þeir gera í kvik- myndunum. Fyrst varð hann dolfallinn, svo fór liann að skjálfa unz tárin komu fram og þá settist liann niður og grét. Það var víst mjög átakanlegt að sjá svona stóran og kátan mann gráta. Að lok- um stóð hann á fætur, bölvaði svolítið, gekk síðan í skrifstofu sína og læsti að sér. Um kvöldið heyrð- ist þaðan tregafullur söngur. Varla hafði birta næsta dags læðst inn um gluggana í verinu þegar hvert mannsbarn vissi livernig komið var. Þið hefðuð átt að sjá risið á smáköllunum dagana á eftir. Það kom sér að dag arnir voru ekki langir. Þarna læddust þeir milli húsanna eins og barðir rakkar og minntust ekki á blóðsugur. Þeir stóru voru aftur á móti í sól- skinsskapi og margur sígarinn fór fyrir lítið. Vtc- anlega voru þeir hrifnir af að spá þeirra um benn an mann hafði rætzt, en það sem mestu má!i skipti var að nú gátu þeir aftur kunnað fótum sín- um foiráð. Þegar fólk kom til læknisins var komið spjaid á hurðina: Lokað nokkra daga. Aumingja læknís- hjónin. Og ofan á allt bættist svo að stúlkan varð veik og fór til höfuðstaðarins með næstu ferð. En nú kom á daginn að þetta með þernuna var ekki illgjarn áróður eins og menn höfðu haldið, því að hver var það sem á hljóðum kvöldum sást ganga út á ströndina og mæna til hans, nema hún. Og þótt hún liefði á sínum tíma orðið fyrir öfund og illum tungum, þá var henni einnig fyrirgefið, því að tár hennar sýndu að hún hafði gefið aí hreinu hjarta. (Síðan þetta skeði hefur gestgjafinn verið æðstitemplar í stúkunni okkar.) /-------------------------------------N JÓLAKVEÐJA til Selmu Enn ég sumarangan finn, enn þá sumarblómin spretta. Man ég, Selma, munninn þinn, man ég líka skóg og kletta, Þótt skemmstur dagur gangi í garð gleð ég mig við horfna sól, minnist alls, sem ekkert varð. Við erum tvö á klettahól. -K Unaðsstundir œttu að líða hœgt, en augnablikin hverfa fljótast sýnum. Golan hreyfði birkiblöðin vœgt, bláa fljótið hvarf í augum þínum. Þú manst víst, Selma, sumardrauminn okkar, sumardraum, sem Ijúft er af að vakna, þegar kitla vangann Ijósir lokkar. Líf er að hafa eitthvað til að sakna. * Ég man þú hlóst um andlitið allt, eins og þú værir sólin, sem skein. En augnablikið er alltaf valt, eins og þinn lilátur við skógargrein. Hláturinn hvarf, þó hann væri fagur, nú lilær ekki sól, nú er skemmstur dagur. * Eg heilsa þér, kveð þig mín lilæjandi sól. Heimurinn veiti þér gleðileg jól. Ég- v___________________________________ / 334 VIN N A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.