Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Síða 21

Vinnan - 01.12.1946, Síða 21
harðsvíraða mótspyrnu allra sérfræðinga. Ráðið í Brandenborg lýsti því yfir, að fyrirætlanir lians liátignar um kartöfluræktun hlyti að leiða til geigvænlegs skorts á brauðkorni og almennrar hungursney ðar. ‘ ‘ „Guð sé oss næstur.“ „Fellið ekki alltof harðan dóm yfir herrunum í Brandenborg fyrir þetta. Þeir vissu, hvað þeir sungu. I þrískiptiræktun þeirra tíma, var livergi auður sess lianda kartöflunni. A einum akrinum var sumaruppskeran, öðrum vetraruppskeran og liinn þriðji var ósáinn og beitiland handa búpen- ingnum. Þeir höfðu rétt fyrir sér, — og hvað áttu menn að gera við kartöflurnar? Það var ekki fyrr en seinna, sem rnenn komust að raun um, að kar- töflur vcoru fyrirtaks gripafóður og ekkert var auðveldara en að rækta þær með skiptirœkt ásamt kornyrkju. Eftir það slógu menn ekki slöku við kartöfluræktina. Þær ollu byltingu á jarðyrkju- sviðinu. Kartöflur og rófur liafa gert landbúnað- inn miklu öflugri en áður. Eim seinna lærðu menn að brenna vín úr kartöflum og vinna úr þeim sterkju. Eins og sakir standa er einn þriðji hlutinn af kartöfluuppskeru Þýzkalands notaður til manneldis, annar þriðjungurinn til skepnu- fóðurs og sá þriðji til bruggunar og sterkju- vinnslu. Menn vissu ekkert af þessu í gamla daga. En þá kom öflugur liðsmaður fram á sjónarsviðið og kenndi mönnum í einu vetfangi að meta kar- töflurnar. Það var hungrið. Það herjaði Þýzkaland árið 1745 og síðan 1771—72 og loksins 1774. Það varð uppskerubrestur á brauðkorni, en hann vann sama og ekkert á kartöflunum. Þá rann upp ljós fyrir öllum. „En hvers vegna talið þér svo óvirðulega um Drake?“ „Það geri ég sannarlega ekki. Það var ekki ég, heldur þér sjálfur, sem kölluðuð hann ræningja. Ég lít svo á, að hann hafi verið afburða sjómaður, sem vann föðurlandi sínu ómetanlegt gagn. Og þó að honum yrði það á að ræna öðru hvoru, þá varð hann að deila ránsfengnum með ýmsum pótentátum. Drake var blátt áfram barn síns tíma. En hér er unr allt annað að ræða. Menn hafa eignað Drake þá vinninga, sem alls ekki eru hans. Það stafar af matseðlinum í veizlunni, sem Drake hélt Elísabetu drottningu hinn 4. apríl 1581. Það var sitt af hverju, sem borið var á borð dag- inn þann, þar á meðal „ávöxtur“ nokkur, sem kallaður var batata. Söguritararnir, sem höfðu ekki minnsta vit á kartöflum, fullyrða, að þetta hafi verið kartöflur. En í raun og veru var það allt annar ávöxtur, sem að vísu líkist kartöflunni. Batatan inniheldur sterkju en jafnmikið af sykri. Batatan er næringarmest af öllum rótarávöxtum. I Japan og á Java, en einkurn þó í Bandaríkjun- um er hún álíka útbreytt grænmeti og gúrkan og kálið okkar á meðal.“ „Jæja: Þessi batata var einn þeirra rétta, sem Francis Drake bar á borð fyrir gesti sína. Þó að hún rnætti kallast góðgæti, voru það þó engin sér- stök tíðindi, því að batatan hafði verið flutt nokkrunt áratugum áður til Englands frá Kanarí- eyjunum . . . Margir aðrir hafa árangurslaust reynt að færa söguleg rök að brautryðjendastarfi sínu í þágu kartöfluræktarinnar í Evrópu. Því hefur verið haldið fram, að þrælakaupmaðurinn John Haw- kins hafi flutt kartöflur til Norðurálfunnar 1565. Á ltann að hafa gefið Gerade lyfsala í Holborn, — sem nú er borgarhluti Lundúna —, útsæðis- kartöflur, sem Gerade ræktaði síðan. En þetta skeði fyrst tuttugu og einu ári síðar. Skyldi hann hafa haldið þeim svo lengi leyndum eins og kvennabúrsgyðju? Tæplega. — Gerade fór með þennan nýja ávöxt í lyfjabúð sína Oig seldi hann senr læknislyf, og mundi því frekar hafa réynt að auglýsa hann en leyna honum. Lyfsalinn var stórhreykinn af ahyglinni, sem kartöflurnar lians vöktu, og á mynd, sem enn er til af honum, er hann myndaður með kartöflugras í hendinni. Gerade kallaði kartöfluna batata Virginiana. Frakkar nefndu hana til þess að byrja með sama nafni. En á þeim tímum voru engar kartöflur ræktaðar í Virginía. Menn ætla því, að Englend- ingar hafi flutt þær til Evrópu ásamt öðru her- fangi af skipi, er þeir rændu á leiðinn frá Virgin- ía. Jafn ósennilegt er það, að Heriot, sem lagði grundvöllinn að Virginíufylki að undirlagi Ra- leighs, hafi flutt kartöfluna til Evrópu. Sanni nær virðist sú skoðun, að Englendingar hafi feng- ið kartöflurnar frá Spánverjum, þar sem hún var þegar kunn um miðja sextándu öld. Spönsku kartöflurnar voru með rauðu hýði og rauðbláum blómum, en enska kartaflan hafði gul blóm. Það er enn óráðin gáta, hver hann var þessi velgjörðamaður mannkynsins, en ég held, að góð- borgararnir í Baden liafi verið nokkuð fljótir á sér, þegar þeir reistu Drake minnismerki í Offen- burg árið 1853. Það voru Prússar, sem fluttu kartöfluna senr manneldisgróður til Evrópu, en grasafræðing- arnir höfðu áður komizt í kynni við hana á Spáni. Frá Spáni barst liún til Ítalíu, — um þær mundir var konungsríkið Neapel eins konar spánskt „um- VINNAN 327

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.