Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 14

Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 14
Erlendu fulltrúarnir á þinginu. Talið frá vinstri: Albin Lind frá Sviþjóð, Alfred Skar frá Noregi og Carl P. Jensen frá Danmörk. I rœðustólnum: Jón Rafnsson, fram- kvcemdastjóri Alþýðusambandsins. 9. Komið verði á fót svo fullkomnum vísinda- legum rannsóknum sem verða má, í þágu sjávar- útvegsins. 10. Ný atvinnutœki verði staðsett í kauptúnum og kaupstöðum úti á landi eftir því sem hagkvæmt þykir þjóðhagslega og án tillits til þess hvort við- komandi staðir hafi fjármagn til að leggja fram til öflunar tækjanna, enda leggi þá ríkið og bank- arnir fram nauðsynleg stofnlán. lf. Byggingarframkvœmdir verði settar undir stjórn hins opinbera, að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er til þess að fyrirbyggja okur í bygg- ingariðnaðinum svo og til þess að leysa húsnæðis- vandamálin og tryggja það, að vinnuafl og efni til húsabygginga verði fyrst og fremst notað til íbúðarhúsbygginga og brýnustu byggingarþarfa atvinnuveganna og ltins opinbera. Ríkið tryggi nægilegt fjármagn til bygginga verkamannabú- staða, samvinnubygginga og íbúðabygginga bæj- arfélaga . Gefinn verði út nýr flokkur veðdeildar- lána með hagkvæmum lánskjörum til hóflegra íbúðabygginga einstaklinga. Hið opinbera taki í sínar hendur alla verzlun með byggingarvörur og afli byggingariðnaðinum stórvirkra, nýtízku vinnuvéla. f2. Jafnframt ýtarleum rannsóknum á nátt- úrugæðum landsins verði hafizt handa um nýt- ingu á fossaafli og jarðhita til stóriðnaðar, eins og t. d. sements- og áburðarframleiðslu og lýsis- herzlu. Aukin áherzla verði lögð á byggingu raforku- vera og nýtingu rafmagns til livers konar starfa. f3. Þingið lítur svo á, að það sé skylda þeirra manna, sem með völdin fara í þjóðfélaginu á hverjum tíma að tryggja, að fjármagn þjóðarinn- ar verði notað fyrst og fremst til uppbyggingar atvinnulífsins í landinu, án tillits til þess, á hvers nafn þetta fjármagn er skráð, og skorar þess vegna á Alþingi að sjá um að þessu frumskilyrði at- vinnulegra framkvæmda í landinu verði fullnægt, betur en tii þessa hefur verið gert. Um nýsköpunar- og dýrtíðarmálin var sam- þykkt eftirfarandi ályktun: 19. þing Alþýðusambands íslands telur að gera þurfi eftirfarandi ráðstafanir til þess að tryggja framkvæmd nýsköpunar atvinnuveganna og fulla atvinnu til lianda öllum landsmönnum, og leysa þau þjóðfélagslegu vandamál, sem nú steðja að atvinnu- og fjárhagslífi landsmanna: 1. Innflutningsverzlunin verði tekin úr hönd- um einstaklinga og komið verði á stofn lands- verzlun og verzlun á samvinnugrundvelli til þess að tryggja það, að allur arður af innflutnings- verzluninni komi ríkinu til tekna eða almenningi tii hagsbóta í lægi'a vöruverði. 2. Gerðar verði ráðstafanir af hálfu hins opin- bera, í samráði við verkalýðssamtökin, til þess að skipuleggja liagnýtingu vinnuaflsins í landinu, með tilliti til þarfa framleiðslunnar. 3. Settar verði skorður við innflutning óþarfa varnings til landsins. 4. Þess verði stranglega gætt, að erlendir verka- menn verði ekki teknir til vinnu í landinu, nema að fengnu samþykki verkalýðssamtakanna og að erlendum gjaldeyri þjóðarinnar verði ekki eytt til yfirfærslu á kaupgjaldi erlendra manna, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. 5. Lagður verði skattur á allan stórigróða, að úndangenginni skráningu allra verðbréfa, banka- 320 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.