Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 26

Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 26
GESTUR í VERINU Smásaga eftir Asa í Bæ Þrátt fyrir gestakomu li já okkur í verinu, þótti það tíðindum sæta eigi alllitlum, þegar útlend- ingur sendur á bryggjunni, höfði hærri en aðrir menn með hatt og staf og spyr unr eitthvað. Hann er þegar í stað umkringdur hópi manna, senr vilja sýna kunnáttu sína í erlendu sproki og effir mikla vafninga kernur á daginn að maðurinn spyr um náttstað. Hersing ungra manna leggur þá af stað áleiðis til gistihússins ásarnt hinum erlenda iiöfðingja og fjórtán mismunandi töskum hans. Við höfðum aðeins eitt gistihús hérna í verinu. Okkur hefur fundizt jrað nægilega gott handa venjulegu fólki svo maður tali ekki um þetta sölumannadót sem hér er sífellt á ferðinni. En þegar gestgjafinn leit liið ritlenda stórmenni, vissi hann ekki sitt rjúkandi ráð; neitaði manninum algerlega um pláss í sama mund og liann skamm- aði strákana fyrir að láta svona fínar töskur standa úti í rigningunni. Endirinn varð þó sá að hann lét gestinn hafa bezta herbergið í gistihúsinu og hafði þá rekið frægan heildsala tir því. Þjónustufólkinu var uppálagt að vanda fram- komu sína senr mest það mætti, heiður gistihúss- ins var ekki aðeins í veði heldur og heiður allrar þjóðarinnar. Það þurfti engan speking til að sjá að lrér var aðalsmaður á ferðinni. Daginn eftir kom fyrir atburður senr sannaði áþreifanlega að hér var blátt blóð á ferðinni. Skömmu eftir að bankaútibúið hafði verið opn- að og skrifararnir lágu fram á púltin úrillir á svip, vita þeir ekki fyrr en franran við borðið stendur höfðinglegur maður og ávarpar þá á dönsku, tek- ur upp nafnspjald og spyr livort ekki hafi borizt peningar á þetta nafn. Svo virtist ekki vera, en -K-K-K + -K + -K + -K + -K + -K-K-K-K-K-K-K-K Utvegsmenn og sjómenn liafa staðið saman um eflingu sjávarútvegsins, en þeir eiga einnig að standa saman um að hrista auðhringana og brask- aralýðinn af útgerðinni og útgerðarmenn verða að skilja, að þar mega þeir ekki heltast úr lestinni þó að átökin kunni að verða hörð. 332 ekki var hægt að sjá á andliti mannsins hvort honum þótti miður. Hann sagði (orðrétt þýtt): Þeir hljóta að koma næstu daga. Skrifarinn ræskti sig. Kannski við gætum látið yður vita. Átti það að vera mikið? (Hér verður að skjóta því inn, að þetta gerðist á mestu niðurlægingartímum heims- kreppunnar, þegar enginn sá pening hvað þá eign- aðist.) Ojæja. 100 — til 150 þúsund til að byrja með. Gjaldkerinn tók bakföll og hvarf bak við púlt- ið til að þurrka af sér svitann. Hinir störðu á manninn eins og úlfar á lijörð og einn gleypti blýantsstubbinn sem hann var með í munninum. Önnur eins upphæð hafði ekki heyrzt nefnd síðan í stríðinu. En eirtn var sá sem ekki lét sér bregða, það var lrinn erlendi fursti. Hann leit sýnilega á slíka upphæð senr einn lið sinna daglegu reikn- inga. Síðan lyfti hann hatti og fór. Fregn þessi um peningana læsti sig um bæinn eins og eldur um benzín. Og þegar maðurinn gekk sér til hressingar um aðalgötuna, sneru menn við og gláptu á eftir honum. Verzlunar- fólkið þusti út úr búðunum og hefði lögreglan ekki komið til skjalanna þá hefðu krakkarnir lióp- azt á eftir manninum. 150 þúsund til að byrja með!! Jæja! Og svona voðalega huggulegur mað- ur, sögðu stúlkurnar og datt öllum það sama í hug: Er hann giftur? Þegar maðurinn hafði verið hér fjóra daga var fullyrt á hverju götuhorni að hann ætlaði að kaupa fisk og borga hann út í glerhörðum pen- ingum. en slíkt hafði ekki þekkzt hér um áratugi. Þótt fregn þessi væri ekki staðfest á skúr eða símastaur hafði hún þegar hinar byltingakennd- ustu afleiðingar, einkunr rneðal hlutamanna og smáútvegskalla. Frá aldaöðli höfðu jreir verið undir verndarvæng kaupmanna, sem í hvívetna höfðu vakað yfir velferð þeirra fyrir sáralitla þóknun. Nú konr í ljós lrvað skríllinn vanmetur það sem honunr er gott gert. Þarna óðu þeir inn á skrifstofurnar og rifu stólpakjaft við stórkallana, (sem eðlilega vildu sitja fyrir fiskkaupunum, VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.