Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 20

Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 20
bar saman. Minnist þess, gamli vinur, að stríðið var háð í kartöflubingnum, ef svo mætti að orði komast. Víglínurnar lágu yfir kartöfluekrur. Ef þér rennið augunum yfir landabréf, sjáið þér strax, að kartöflurnar voru vörn Þýzkalands gegn hafnbanninu. Víglínurnar eru hér um bil þær sömu og landamæri kartöfluræktar í stórum stíl. Og það segir okkur ekkert smáræði, því að í Ev- rópu eru níu tíundu hlutar af öllum kartöflu- görðum veraldarinnar. Hvað Þýzkaland áhrærir, þá var kartöfluuppskera þess fyrir stríðið um það bil einn þriðji, eða nánara tiltekið 31% af heims- framleiðslunni. Þó að kartöfluekrur Rússlands væru stærri og jarðvegur betri, komu aðeins 23% af heimsuppskerunni þaðan. Uppskeran af hverj- um hektara var tæplega meiri en helmingur móts við Þýzkaland, vegna þess að Rússar notuðu ekki áburð og sinntu ekki eim vel um jarðveginn.“ ,,Hvar í ósköpunum hafið þér lært allar þessar hagskýrslur?“ „Það er mannkynssagan og líka mín eigin ævi- saga. Þetta hófst þannig, að ég og hersveit mín gengum í gegnum kartöflugarða. Seinna varð ég sem herfangi að lijálpa til við kartöfluuppskeruna á stóru herrasetri. Loks hélt ég heimleiðis, og nú varð ég að lifa á kartöflum.“ „Þér eruð undarlegur maður. Það er sjaldgæft, að menn hafi áhuga fyrir því, sem þeir þekkja bezt.“ „Þessu er ekki svo farið með bændurna. Ég lærði margt á þessu herrasetri. Þar var bústjóri, fremur svakafenginn náungi, en ekkert þræl- menni. Seinna frétti ég, að sonur hans legði stund á listasögu. Bústjórinn lánaði mér bækur, sem auðvitað voru allar um landbúnað. Og svo rýmk- aði ég sjóndeildarhring minn. í fyrsta lagi rann jrað upp fyrir mér, livers vegna kartaflan nýtur hvergi sömu virðingar og hveiti, rís og maís. Nú er svo komið, að kartöflurnar eru Evrópumönn- um jafn þýðingarmiklar og rísinn Kínverjum. En Evrópumenn hafa aldrei ofið kartöflunni neinn helgisagnaskrúða eða mært hana í Ijóðum. Þegar við segjum, að einhver hafi kartöflunef eða syngi eins og kartafla standi í hálsinum á honum, þá er það sízt af öllu nokkurt hrós. Kartaflan hefur heldur aldrei átt sér neinar hetjur eða neinn guð- dóm, ekki einu sinni í heimkynnum sínum í Suð- ur-Ameríku, — Perú, Chile og Bólivíu vorra daga —, né í Mexíkó. Þó að íbúar þessara landa væru hinir friðsömustu, dýrkuðu þeir þó herguð, og þeir trúðu líka á maísgyðju. Hins vegar höfum við hvergi sagnir af neinum kartöfluguði. Það er þess vert að veita því athygli, að á okkar dögum eru nær engar kartöflur ræktaðar í Suður-Amer- íku, og kartöfluuppskera Bandaríkjanna og Kan- ada er ekki nema einn tíundi liluti af uppskeru Evrópulandanna. Kartaflan hefur yfirgefið ætt- jörð sína, og finnur ekki til heimþrár.“ „Mér liggur við að móðgast fyrir kartöflunnar hönd vegna framkomu Inkanna við hana.“ „Þeir höfðu sínar afsakanir og þær góðar. I þeirra loftslagi gat kartaflan aldrei orðið aðal- fæðutegundin. 1 þéttbýlustu héruðunum var of mikill vatnsskortur, til þess að hún gæfi góða upp- skeru. En hitt var þó sýnu afdrifaríkara, að þi'átt fyrir alla sína ágætu eiginleika eru kartöflur óheppilegar til einyrkju, Vegna þunga síns eru kartöflur óheppileg útflutningsvara. Inkarnir ræktuðu baðmull, en þeir gátu ekki flutt kart- öflurnar til verkamannanna, sem unnu á baðm- ullarekrunum. Enn í dag er því svo farið, að að- eins nýjar kartöflur eru fluttar langar leiðir, t. d. frá Ítalíu til Þýzkalands eða Kanaríeyjum til Eng- lands, eða þá að útsæðiskartöflur eru sendar, — og það er aðeins í smáum stíl —, eins og til dæmis frá Þýzkalandi til Ítalíu. Þegar Inkarnir fóru á veiðar, gátu þeir ekki tekið með sér margra daga nesti af kartöflum. Þeir kunnu ekki tökin á að þurrka kartöflurnar eins og nú tíðkast. En sagan er þó ekki nema hálfsögð. Ef tíu hundruðustu af allri kartöfluuppskeru Þjóðverja eyðileggst (hjá öðrum þjóðum fer miklu meira í súginn) förum við að skilja, hve mikið fór til spillis í þann tíð. Þess vegna var það maísinn en ekki kartöflurnar, sem gaf festuna í mataræði Vesturheimsbúa. Okk- ar á meðal hafa kartöflurnar liaft hina rnestu þýð- ingu fyrir allt atvinnulífið, en þær hafa aðeins snortið lauslega við sál Evrópumannsins. Kart- öflurnar eru í raun og veru ekki ýkja mikið eldri en síminn og kvikmyndirnar. Hvernig ættu helgi- sagnir að hafa myndast á svo skömmum tíma.“ „Jæja, fjögur hundruð ár eru enginn smáræðis tími.“ „Þar komuð þér með það. Kartaflan er engra fjögur hundruð ára hjá okkur, heldur aðeins tvö hundruð ára eða tæplega það. Hver haldið þér að það hafi verið, sem ruddi kartöflunni braut í Evrópu?" „Ég lield, að ég fari nærri um það. Það var hann, þessi sjóræningi, — hvað sem hann nú ann- ars hét,----jú, það var Drake, sem flutti liana hingað til álfu.“ „Bull og vitleysa. Drake hefur ekki haft minnstu afskipti af kartöflunum. Það var Friðrik mikli, sem sá hvar feitt var á stykkinu og flutti hana til Evrópu. Og hann gerði það þrátt fyrir 326 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.