Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 37

Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 37
Ég sezt á bekk til að hvíla mig (eða réttara sagt til þjónkunar við letina, eins og slæpingja er sið- ur). Ég hlusta um stund á dulúðgan nið bíla- straumsins og horfi á hvernig nóttin sígur hægt og þungt ofan á stórborgina. Eftir nokknrn tíma ætla ég að halda áfram. Þá sé ég mann koma sunnan hágönguna. Jæja, kannske ég bíði þar tii hann er farinn fram hjá, — kann ekki við að hafa ókenndan mann á hælum mér. Þessi maður fer hægt. Honum liggur ekkert á. Kannske er það Kínverji og hefur aldrei tekið tímann með í reikningsdæmi sín. Eftir langa stund hefur hann þokazt á móts við mig. Ég hef nægan tíma til að virða hann fyrir mér. Þetta er miðaldra maður, meðaihár og grannur. Hann er í snjáðum fötum, sem bera ekki með sér mikil umhirðumerki. Ekki eru það samt verkamanna- föt. Það er eins og maður þessi sé óstyrkur í fót- um, líkt og ölvaður væri, en ber þó ekki með sér nein önnur merki ölvunar. Hann þokast fram hjá mér og virðir mig ekki viðlits. — Bezt að lofa lion- um að verða góðan spöf á undan, þó að það gangi eitthvað upp á nóttina, annars dreg ég hann strax uppi. Þegar maður þessi er kominn svo sem 50 metra fram hjá mér, dregur hann úr gönguhraðanum, sem mátti þó ekki minni vera, og stendur foks grafkyrr drykklaniga stund. Þá snýr hann við og þokast í áttina til mín. Afsakaðu, — má ég tylla mér hérna á bekkinn, segir hann. Ekki bað ég um leyfi að mega setjast á hann, en settist þó, svaraði ég. Hann settist á bekkinn rétt hjá mér og segir um leið. Það er annað mál. Þú komst að ósetnum bekk og átt því réttinn yfir honum. Þú kemur að setnum bekk, og átt því réttinn að ryðja mér burt af honum, ef þú ert Ameríku- maður. Er það móralskur réttur? Nei, það er náttúrulögmál, svaraði ég. Það er lögmál, sem allir valdamenn í þessu landi viður- kenna og fara eftir, ef ég veit rétt. Það er ekki réttur. Það er orkuspursmál. Orkuspursmál, en ekki réttur, segir þú. Er það sitt hvað. Ekki vissi ég það fyrr. í framkvæmd hef- ur hugtakið réttur aldrei verið, er ekki og verður aldrei annað en orkuspursmál. Maðurinn hristi höfuðið ólundarlega. Þú ert leiðinlegur. Þú segir satt. Það er ekki talandi við menn, sem sqgja satt. Sannleikurinn er leiðinlegur, fyrirlitlegur, einskis virði. Það er sjálfsmorðstiiraun að segja satt — í þessu landi, að minnsta kosti. Menn eiga að segja það sem hagkvæmast er að segja. Það er mín reynsla. Vertu þá ekki að segja satt sjálfur. Þú gerir sjáffan þfg leiðinlegan með því. Ekki hóf ég sam- talið. Við þögðum um stund. Svo hóf hann aftur máls. Heyrirðu niðinn? Hann er ekki háttbundinn, ekki sannur. Þetta er ekki slagæð, ekki lífæð. Þetta er blóðæð, — dauðablóð, sem niðar svona. Hvað áttu við? Niðinn í Hudson? Þaðan heyr- ist enginn niður. Ég á við niðinn á East River Drive, blóðelf- unni miklu. Furðarðu þig á því að hann er ekki háttbund- inn? Þú ættir að vita betur, fullorðinn maður. Enginn niður er háttbundinn. Það getur verið rétt, ef satt er sagt. En ég vii ekki segja satt. Ég hef orðið að venja mig af því, — mér er orðið það tamt. Nei, vitanlega verður enginn háttur til í efninu, þegar enginn munur er á frumögnunum og hraðinn jafn. Lífið er slitinn niður, háttbundinn, vegna þess að hraðinn er misjafn og frumagnirnar ólíkar. Veiztu hvað frumagnirnar í þessari elfu heita? Ég brýt ekki heilann um það. Ég er illa að mér í efnafræði. Þá er ég fróðari en þú. Frumagnirnar í þessari elfu heita five cent. Þarna skjátlaðist þér. Þú vilt ekki segja satt, en getur ekki lijá því komizt. Þú ert klaufi. Hins vegar tókst þér að segja ósatt um niðinn í East River Drive, að hann sé ekki háttbundinn, hann er fifandi. Þig vantar yfirsýn yfir tímann. Hann þagnar bráðum — áður en hundrað ár eru liðin. Hefst svo aftur í öðrum tón, — þagnar aftur. Þetta er hátturinn. Hefur þú vanið þig á að segja satt? Ekki get ég nú hælt mér af því. En fiktað við það stundum, það hef ég gert. Og það er hvergi nærri eins erfitt og þú hyggur. Það kostar nokkur óþægindi, víst er það. En eigum við að setja það fyrir okkur? Eru ekki óþægindi samfara flestu, sem við gerurn? Hafa kannske störf þeirra manna, sem mestu hafa áorkað um sköpun menningar- innar verið makindastörf? En taktu þetta ekki sem álas. Þú ert ekki lakari en margir af svoköll- uðum ágætismönnum og mikilmennum. Þeir hafa iátið sig hafa það í þúsundatali að búa til grýlur úr sannleikanum, og síðan orðið lafhrædd- ir við sínar eigin grýiur. Það kostar kannske út- gjöfd að segja satt stundum. En kemur ekki eitt- VINNAN 343
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.