Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 32

Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 32
SIGURÐUR E. BREIÐFJÖRÐ: Verkalýðsfélagið „Brynja“ 20 ára Verkalýðshreyfingin í Dýrafirði 39 ára t: I i , i .. Ar 1908, 12. jan. var haldinn almennur fundur í samkomuhúsinu á Þingeyri. Til hans var boðað af alþingismanni Vestur-ísafjarðarsýslu, Jóhann- esi hreppstjóra Ólafssyni. Á fundinum mættu yfir 40 manns. Fundarstjóri var kosinn Benjamín skipstjóri Bjarnason og fundarritari Jóhannes Ólafsson. Fvrsta málefnið, sem rætt var um, var tillaga að með fundinum væri stofnað verka- mannafélag, og var hún samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 29 atkv. gegn fjórum og var þar með fyrsta verkamannafélagið stofnað í Dýra- firði. I fyrstu stjórn voru kosnir Guðni Guðmunds- son kaupmaður, Kristján Kristjánsson skipstjóri, Jóhannes Ólafsson hreppstjóri, Benjamín Bjarna- son skipstjóri og Ólafur G. Kristjánsson skip- stjóri. Á stofnfundinum var rætt um lög fyrir félagið og í því sambandi lesin upp lög Verkamanna- félags Isfirðinga. Jóhannes Ólafsson, Benjamín Bjarnason og Ólafur G. Kristjánsson voru kosnir til þess að undirbúa lögin fyrir næsta fund, einnig var samþykkt að fela Bjarna Kristjánssyni verk- stjóra að safna mönnum inn í félagið. Sig. Fr. Einarsson fyrsti formaður félagsins árið 1927. í stjórn Sjúkrasjóðs i 7 ár Sig. E. Breiðfjörð formaður félagsins 1929-1931, 1932-1933, 1936-1938, 1940 og síðan. Meðstjórnandi 1933 og 1938. Ritari 1931 Næsti fundur var svo haldinn 2. febrúar. Fyrir þann fund var kosinn fundarstjóri Ólafur G. Kristjánsson skipstjóri og fundarritari Guðmund- ur Þorleifsson (síðar kaupfélagsstjóri). Lög fyrir félagið voru þá samþ. ásamt reglugerð um kaup- gjald verkamanna árið 1908. Atvinna mun hafa verið allmikil á Þingeyri urn þessar mundir. Eini atvinnuveitandinn var A/S N. Chr. Grams Handel, verz.lunarstjóri Carl Proppé, maðurinn, sem óskaði hinu nýstofnaða verkamannafélagi til lieilla í starfinu með því að taka engan félagsbundinn mann í vinnu. Um verkbann atvinnuveitandans er svo barizt meðan félagið starfar. Fundir eru mjög tíðir framan af, til dærnis er fundur lialdinn 25. febr. og þar lagt fram til umræðu og afgreiðslu — tilboð verzlun- arstjórans: „. .. . að hann — með litlum breyt- ingum — gengi að launataxta félagsins og felldi úr gildi bann það, er hann hafði lagt við því ,að verzlun hans léti gjöra nokkra vinnu fyrir félags- menn, gegn því, að félagið felldi úr lögum sínum það ákvæði 1. gr., að félagsmenn megi ekki vinna með utanfélagsmönnum. Set hér umrætt atriði 1.4. gr.: „Enginn félags- 338 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.