Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Side 32

Vinnan - 01.12.1946, Side 32
SIGURÐUR E. BREIÐFJÖRÐ: Verkalýðsfélagið „Brynja“ 20 ára Verkalýðshreyfingin í Dýrafirði 39 ára t: I i , i .. Ar 1908, 12. jan. var haldinn almennur fundur í samkomuhúsinu á Þingeyri. Til hans var boðað af alþingismanni Vestur-ísafjarðarsýslu, Jóhann- esi hreppstjóra Ólafssyni. Á fundinum mættu yfir 40 manns. Fundarstjóri var kosinn Benjamín skipstjóri Bjarnason og fundarritari Jóhannes Ólafsson. Fvrsta málefnið, sem rætt var um, var tillaga að með fundinum væri stofnað verka- mannafélag, og var hún samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 29 atkv. gegn fjórum og var þar með fyrsta verkamannafélagið stofnað í Dýra- firði. I fyrstu stjórn voru kosnir Guðni Guðmunds- son kaupmaður, Kristján Kristjánsson skipstjóri, Jóhannes Ólafsson hreppstjóri, Benjamín Bjarna- son skipstjóri og Ólafur G. Kristjánsson skip- stjóri. Á stofnfundinum var rætt um lög fyrir félagið og í því sambandi lesin upp lög Verkamanna- félags Isfirðinga. Jóhannes Ólafsson, Benjamín Bjarnason og Ólafur G. Kristjánsson voru kosnir til þess að undirbúa lögin fyrir næsta fund, einnig var samþykkt að fela Bjarna Kristjánssyni verk- stjóra að safna mönnum inn í félagið. Sig. Fr. Einarsson fyrsti formaður félagsins árið 1927. í stjórn Sjúkrasjóðs i 7 ár Sig. E. Breiðfjörð formaður félagsins 1929-1931, 1932-1933, 1936-1938, 1940 og síðan. Meðstjórnandi 1933 og 1938. Ritari 1931 Næsti fundur var svo haldinn 2. febrúar. Fyrir þann fund var kosinn fundarstjóri Ólafur G. Kristjánsson skipstjóri og fundarritari Guðmund- ur Þorleifsson (síðar kaupfélagsstjóri). Lög fyrir félagið voru þá samþ. ásamt reglugerð um kaup- gjald verkamanna árið 1908. Atvinna mun hafa verið allmikil á Þingeyri urn þessar mundir. Eini atvinnuveitandinn var A/S N. Chr. Grams Handel, verz.lunarstjóri Carl Proppé, maðurinn, sem óskaði hinu nýstofnaða verkamannafélagi til lieilla í starfinu með því að taka engan félagsbundinn mann í vinnu. Um verkbann atvinnuveitandans er svo barizt meðan félagið starfar. Fundir eru mjög tíðir framan af, til dærnis er fundur lialdinn 25. febr. og þar lagt fram til umræðu og afgreiðslu — tilboð verzlun- arstjórans: „. .. . að hann — með litlum breyt- ingum — gengi að launataxta félagsins og felldi úr gildi bann það, er hann hafði lagt við því ,að verzlun hans léti gjöra nokkra vinnu fyrir félags- menn, gegn því, að félagið felldi úr lögum sínum það ákvæði 1. gr., að félagsmenn megi ekki vinna með utanfélagsmönnum. Set hér umrætt atriði 1.4. gr.: „Enginn félags- 338 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.