Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 39

Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 39
r Hugvekjan til Islendinga Árið eftir að hið fyrsta ráðgefandi þing hafði starfað skrifar Jón Sigurðsson um það, hvað al- þingi eigi að vera íslendingum á þessu stigi málsins: En hvernig senr á mál þetta er litið, þá verða allir að játa það, að alþing er og verður að vera einskonar þjóðskóli landsmanna, til að venja þá á að hugsa og tala með greind og þekkingu um málefni þau, sem alla varða. í þennan skóla verða landsmenn að ganga fyrr eða síðar, ef þeir vilja nokkurt orð með leggja í málefni sjálfra sín, og þeir vilja ekki verða fornspurðir að öllu og ó- kunnugir öllu, senr við kemur þeim og þeirra. Snemma árs 1848 gerast þau tíðindi, að Dana- konungur afsalar sér einveldi og heitir þegnum sínum stjórnarskrá og allsherjarþingi. Með því var erfðahyllingin gengin úr gildi og landsrétt- indi íslendinga hvíldu nú á ákvæðum gamla sátt- mála. Jón Sigurðsson útlistaði og ttdkaði þjóðar- rétt vorn í hinni frægu Hugyekju til íslendinga. Þar kemst hann svo að orði: „íslendingar hafa ekki hyllt Dani né Þjóðverja né neina aðra þjóð til einveldis eftir sig, þó þeir hafi jafnframt Dönum og Norðmönnum hyllt einvalda konung. Þar af leiðir aftur, að þegar konungur afsalar sér einveldi, þá höfunr vér á- stæðu til að vænta þess, að hann styrkti oss til að halda að minnsta kosti þeim réttindum, sem helguð eru með hinum fornu sáttmálum þegar land vort sameinaðist Noregi; það er sá grund- völlur, er vér eigum að byggja á, og laga sanr- kvænrt þörfum þessara tíma. Það mætti þegar vera fullsannað, að það er og verður ónrögulegt að stjórna íslandi frá Kaup- mannahöfn á sama hátt og hingað til, nema svo sé, að skjóta eigi loku fyrir alla framför landsins framar en nú er. Þó verður þetta enn augljósara þegar verzlunin verður laus, því hvernig sem kastast, þá sjá það allir menn, að ef á að fara eins og lringað til, að sækja unr leyfi fyrir hverja gam- alá, sem þyrfti að selja af hinum svonefndu kon- Fyrsta-maí-dagskrá ungsjörðum, eða um hvert stafgólf, sem bæta þarf í kofa, eða í hverju broti skólaskýrslurnar eigi að vera, eða hvort á að leyfa útlendum lausakaup- mönnum inn á höfn, þá verður seinþreytt um framförina. Það er því nauðsyn að auka réttindi alþingis á sama hátt og í Danmörku verður gert og setja landstjórnarráð á íslandi, sem standi fyr- ir allri stjórn þar á aðra hliðina, en á hinn bóginn leiti um öll stórmæli úrskurðar konungs. En nú eru Danir komnir lengra áleiðis í mennt- un og kunnáttu en vér; er það þá ekki vel gert af þeim að leiða oss við hönd sér og kenna oss? Að vísu, en vér getum öllu betur lært af þeim, allt hvað auðið er og oss getur orðið til gagns, ef sanr- bandið við þá er einmitt á þann hátt, sem eðli- legur er og samkvæmur sönnu gagni hvorra tveggju. Vér bjóðum þeim með ánægju hönd vora til bróðurlegrar vináttu og sambands, en vér höf- unr ekki gott af að þeir umfaðmi oss svo fast, að þeir kæfi oss með vinsemdinni.“ Elugvekja Jóns Sigurðssonar var hvorttveggja í senn: vísindaleg og söguleg túlkun á landsrétt- indum vorum og pólitísk stefnuskrá þjóðarinnar. Og segja má, að hugvekju þessari hafi slegið nið- ur eins og eldingu í íslenzkt þjóðlíf. Þjóðréttar- kröfur Jóns Sigurðssonar verða að meginefni stefnuskrá íslenzku þjóðarinnar eins og hún birt- ist í blöðum og tímaritum og í bænarskrám hér- aðafunda á þessum árum. Tveir ungir íslenzkir menntamenn í Kaupmannahöfn gefa út Norður- fara, hinn gustmikla málsvara Evrópubyltinganna og frelsislneyfingar umheimsins. Þar segir svo: „Danir gera sjálfum sér meira skaða en gagn með því að reyna að stjórna sunnan úr Kaup- mannahöfn fjarlægu landi, sem guð og náttúran hefur aðskilið frá því um of. Menn eiga að velja það samband, sem skyn- sernin er ei á móti og saga og sáttmálar styðja, þ. e. höfðingjasambandið: að sami konungur sé í Danmörku og á Islandi, en það þó aðeins fyrir því hafi sína sérstöku stjórn alveg fyrir sig, sem á- VINNAN 345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.