Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 29

Vinnan - 01.12.1946, Blaðsíða 29
Jonína Jónatansdóttir MINNINGARORÐ Kvenréttindafélag íslands var stofnað til þess að vinna að auknum réttindum kvenna. I því félagi var Jónína Jónatansdóttir. Af lífsreynslu sinni þekkti hún, að ærinn var munur á réttind- um kvenna innbyrðis. Þær efnuðu höfðu meiri rétt en þær fátæku. Að öðrum konum ólöstuðum mun hún hafa verið sú, sem gleggst hafði auga fyrir þessum mismun og skildi það bezt, að póli- tískt jafnrétti kvenna og karla var ekki aðalatrið- ið, þótt mikið væri, en þó því aðeins, að með fylgdi nokkuð meira jafnrétti í lífsafkomu. Því var það, að ln'in kom því til vegar í samráði við formann fél. Bríetu Bjarnhéðinsdóttur, að kosin var nefnd, er athuga skyldi, og stofna, ef tiltæki- legt þætti, samtök verkakvenna, og tókst það fyrir sérstakan dugnað (ónínu. Verkakvennafélagið Framsókn var stofnað í nóv. 1914 og var Jónína formaður þess meðan heilsan leyfði. Það var ekki heiglum hent að taka forustu í ný- stofnuðu félagi í þá daga og það í félagi, senr barð- ist fyrir réttindum verkakvenna. En Jónína var starfinu vaxin, gekk að því nreð einbeitni og rök- festu, senr einkenndi allt það starf, er hún tók sér fyrir hendur. Það voru engar skemmtigöngur, senr formaður Verkakvennafél. Framsóknar varð að fara í þá daga, er semja varð um kaup fyrir verkakonur. En með dugnaði Jónínu tókst það svo, að ekki leið langur tími þangað til að verkakvennafélagið gat lrrósað sér af því að ná alloftast þeinr kröfunr, sem það setti franr, og tel ég það hafa verið dugnaði og Jrrautsegju Jónínu að þakka að svo vel tókst. Jónína lét sér ekki nægja stofnun Verkakvenna- félagsins Franrsóknar, heldur var lrún og ein af þeinr, sem gengust fyrir stofnun Alþýðusambands íslands, því að hún skildi svo vel, að sameiginleg átök allrar alþýðu r landinu væri það eina sem dygði, ef verkalýðurinn ætti að ná þeim árangri, sem stefnt væri að. Margar eru þær konur í Reykjavík, sem nú mega þakka Jónínu Jónatansdóttur fyrir það starf, senr hún lrafði unnið fyrir þær. Og ég veit, að þær sem þekktu lrana, verða aldrei svo ganrlar að þær nruni ekki þá konu, sem fyrst allra kvenna tók sér fyrir lífsstarf að vinna fyrir þær konur, er verst voru settar í lífinu. Konur! Gleymum aldrei Jónínu Jónatans- dóttur. Carolíne Siemsen. -K-K-fc-X-K-K-K-K-K-K-K-K-K*****.*-* Spurningar og svör Erlent tímarit fékk einu sinni svohljóð- andi spurningu til úrlausnar: „Ég er trúlofaður. í hvert skipti, sem ég kyssi kærustuna mina lokar hún aug- unum. Geturðu sagt rnér, hvernig á því stendur?“ Svarið var svohljóðandi: „Skoðaðu þig i sþegli.“ Kom ekki til mála — Ég vera góður drengur, sagði Óli litli við foreldra sina. — Nei, á meðan ég á að vera einkabarn skal ég bceði vera kjaftfor og óhlýðinn. VINNAN 335
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.