Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Qupperneq 13

Vinnan - 01.12.1946, Qupperneq 13
rikis og bœja. Ný hraðfrystihús, niðursuðurverk- smiðjur, fiskimjölsverksmiðjur og lýsisbræðslur séu reistar en núverandi fiskvinnuslustöðvar jafn- framt endurbættar og búnar nýtízku vinnutækj- um. 2. Áfram verði lialdið að kaupa ný fiskiskip eft- ir þvi sem þörf krefur, og þess sérstaklega gætt að þau séu útbúin nýjustu og beztu tækjum. Rann- sakað verði til hlítar hvaða tegund og stærðir fiskiskipa hæfi bezt framtíðarskipastól íslendinga. 3. Bygging fiskihafna með vönduðum verbúð- um sé liraðaÍS, svo fiskveiðiflotinn fái sem bezta aðstöðu til veiða á aðalfiskimiðum landsins og fiskimönnum séu búin góð og hagkvænr vinnu- skilyrði. Þingið leggur ríka áherzlu á að ríkið hefji þeg- ar byggingu verbúða í aðal-viðleguhöfnum þar sem aðstaða sjómanna í þessu efni er algjörlega óviðunandi. Jafnframt byggi ríkið nauðsynlegar íbúðir fyrir aðflutt verkafólk við störf í síldarverksmiðjum og við síldarsöltun í aðal-síldveiðistöðum lands- ins. 4. Ríkið byggi stórvirka síldarsöltunarstöð búna fullkomnustu vélum og vinnutækjum. Sölt- unarstöð þessi verði jafnframt tilrauna og for- göngu-stofnun, sem geri tilraunir nteð verkunar- aðferðir og vinni að alhliða framförum í saltsíld- ariðnaðinum. Jafnframt verði lagt kapp á að koma upp góð- um síldarsöltunarstöðvum í öllum fiskiþorpum, sem vel liggja við síldarmiðum. 5. Allar síldarverksmiðjur landsins verði ríkis- eða bœjareign og reknar af hinu opinbera. Jafn- framt sé skipulega unnið að því, að allur meiri- háttar fiskiðnaður í landinu verði ríkis- eða bæj- ar-rekinn, eða beint í höndum samvinnusamtaka sjómanna og útvegsmanna. 6. Byggð verði hið allra fyrsta a. m. k. ein af- kastamikil nýtízku síldarverksmiðja á Austur- eða Norðvesturlandi og verði sá staður fyrir valinu, sem að undangenginni rannsókn telst heppileg- astur. 7. Byggðar verði tunnuverksmiðjur svo afkasta- miklar að fullnægi innanlands þörfinni. 8. Landlielgin verði stœkkuð og stefnt að því að fá viðurkenndan óskoraðan rétt íslendinga yfir öllu landgrunninu. Á þingfundi VINNAN 319

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.