Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Síða 41

Vinnan - 01.12.1946, Síða 41
Vetrarlandslag + + + ± + + + + + + + + + + * + En hinar brattstígu vonir þjóðarinnar brugðust fljótlega, og kröfum hennar til þjóðlegs sjálfsfor- ræðis var ekki sinnt. Þegar fulltrúarnir á þjóð- fundinum 1851 vildu ekki aðhyllast innlimunar- frumvarp Danastjórnar, en héldu í meginatriðum fast við kröfur, sem sagðar voru hér áðan, var þjóðfundinum hleypt upp. íslendingar höfðu gert sér rniklar vonir um fund þenna, er þeir mættu ræða frjálslega unr stöðu íslands í ríkinu. Eftirvæntingu þjóðarinnar er vel lýst með þess- um orðurn Hannesar Stephensen, hins skelegga málsvara íslenzkra landsréttinda, er hann mælti á þjóðfundinum: ,,Hann er þá runninn upp þessi dagur, er vér í fyrsta sinn eftir langan aldur megum lrugsa unr sjálfa oss. Sæll veri þessi dagur, og allir slíkir dag- ar eftirleiðis! “ En dýrðin stóð ekki lengi. Hinn 9 .ágúst 1851 sleit konungsfulltrúi fundinum. Konungsfulltrúi lauk ræðu sinni er hann sleit fundi á þessa leið: Til að baka landi þessu fleiri óþarfa útgjöld en orðið er, finn ég alls ekki ástæðu, og nrun ég því, samkvænrt þeinr myndugleika, sem vor allra mild- asti konungur hefur gefið nrér til þess, og sem ég hef lagt fyrir fundinn, nú þegar enda fund þennan. Og lýsi ég þá yfir í nafni konungs (J. kand. Sigurðsson: Má ég biðja mér hljóðs til að forsvara aðgerðir nefndarinnar og þingsins? For- seti: Nei!) að fundinum er slitið. J. kand. Sigurðsson: Eg mótmæli í nafni kon- ungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og ég áskil þinginu rétt til að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi. Þá risu upp þingmenn og sögðu flestir í einu hljóði: Vér mótmælum allir! Þótt mörgum féllist hugur, er svo fór um þjóð- fundinn, fór því þó fjarri, að kjarkur forustu- mannanna bilaði. Jón Sigurðsson skrifar 1852 einskonar víðsjá um sjálfstæðisnrál íslendinga fram til þessa, þar segir svo: „Margir segja: Það er hryggilegt að vera í þessu volki og vita ekkert hvernig um sig fer! Þar til svörunr vér, að vér erum alls ekki í nreira volki nú, en þó vér hefðunr játað stjórnarfrum- varpinu. Komi stjórnin með sama frumvarp get- um vér játað því, neitað því eða stungið upp á breytingum — eftir því sem oss virðist lrentugast, eða látið hleypa þinginu upp í annað sinn. Konri stjórnin með annað frumvarp, þá nrá fara eins að. Konri hún með nýlendustjórnarfrumvarp, sem helzt lítur út til nú, þá má það vera mikið hnött- ótt, ef hvergi verður á því sá flötur, að vér getunr látið það standa, á meðan vér skoðunr það, og nrikið tindótt, ef vér getum lrvergi náð á því handfesti. En ef vér náum í það, þá getunr vér lík- lega konrið að Jrví breytinga atkvæðunr einhvers staðar.“ Hin næstu 20 ár, er liðu frá slitum þjóðfundar- ins kunnu að hernra frá nokkrum stjórnarfrum- vörpum um stöðu íslands í ríkinu og fjárreiður jress og skuldaskipti við Danmörku. Það konr fram, sem Jón Sigurðsson hafði sagt, að á Jreinr mátti finna einhvern flöt, svo að hægt var að skoða þau, Jrótt ekkert þeirra fullnægði kröfum Islendinga. Jón Sigurðsson segir svo unr stjórnar- frumvarpið um stöðu íslands í ríkinu 1869: „Frumvarp Jretta er í raun og veru ekki hænu- fet til framfara nema menn hugsi sér hænur, sem þykjast feta áfranr, en vappa reyndar í kring á sama sorphaugnum og tína korn þau, er hús- bóndi Jreirra stráir á hauginn við og við. Það get- ur vel verið, að einstaka hæna finni góð korn, því skal ég ekki neita. Kröfur þær, sem nefndin hefur gjört, sýna vafalaust, að hún er á réttri stefnu. Aðalatriðið er það, að hér er gerð réttar- krafa, og hún er sannarlega á góðunr rökum byggð. Það er alkunnugt, svo að ég taki aðeins stólsgózin til dænris, að þau voru dregin inn í VINNAN 347

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.