Vinnan


Vinnan - 01.12.1946, Page 15

Vinnan - 01.12.1946, Page 15
innstæðna, innköllun peninga og endurmati allra fasteigna.“ Um kjaramálin var samþykkt eftirfarandi á- lyktun: „19. þing Alþýðusambands Islands telur nauð- synlegt, að haldið verði áfram á sömu braut í baráttunni fyrir bættum launakjörum verkalýðs- ins, en leggja beri einkum álterzlu á að bæta kjör þeirra starfstétta, sem enn bera skarðastan hlut frá borði í launamálum. í þessu sambandi bendir þingið á eftirtalin verkefni: 1. Unnið verði að bættum launakjörum kvenna og keppt að því marki að fullkomnu jafnrétti verði komið á milli kvenna og karla í launamál- um. 2. Kostað verði kapps um að fá frarn sanngjarna leiðréttingu á dýrtíðarvísitölunni og spyrnt gegn hvers konar tilraunum til að skerða frekar en orð- ið er hag launþeganna í sambandi við útreikning hennar. 3. Ákvæði kjarasamninga varðandi vinnuskil- yrði og öryggisútbúnað, tilhögun kaffi- og matar- tíma, kaup í veikinda- og slysatilfellum o. s. frv. verði endurskoðuð og samræmd. Löggjöf verði sett um vinnuvernd verkafólks og bættan að- búnað. 4. Áfram verði haldið að samræma kaupgjald þannig að sama kaup gildi fyrir sömu vinnu hvar sem er á landinu." 5. Lagður verði skattur á allan stórgróða, að undangenginni skráningu allra verðbréfa, banka- innstæðna, innköllun peninga og endurmati allra fasteigna. Út af frumvarpi Jóhanns Hafsteins um lög- festingu hlutfallskosninga í stéttarfélögum voru samþykkt eftirfarandi mótmæli: „19. þing Alþýðusambands íslands mótmælir eindregið frumvarpi Jóhanns Hafsteins um breyt- ingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem lagt er til, að lögfestar verði hlutfalls- kosningar í stéttarfélögum og skorar á Alþingi að fella það. Þingið lítur á frumvarp þetta sem árás á félagafrelsið í landinu og óskammfeilna tilraun til þess að skerða óumdeilanlegan rétt verkalýðsfélaganna og annarra samtaka til að ráða sínurn innri málum, árás, sem ekki mun eiaa sér neina hliðstæðu í lýðfrjálsu landi. Þingið lítur svo á, að slík lagasetning myndi beinlínis lögfesta pólitíska sundrungu innan sam- takanna, verða stöðug uppspretta ófriðar meðal verkamanna og verka lamandi á alla starfsemi verkalýðsfélaganna, en gera lýðræðið að skrípa- mynd. Það myndi leiða til þess, að trúnaðarmenn VINNAN verkalýðssamtakanna yrðu ekki kosnir eftir starfi sínu í þágu þeirra, heldur eftir stjórnmálaskoð- unum, það myndi löghelga afskipti stjórnmála- flokka af innri málefnum verkalýðssamtak- anna, skerða þar með sjálfstæði þeirra og gera þau að leiksoppi stjórnmálaflokka í stað þess að vera óskoruð hagsmunavígi meðlimanna. Þingið vill vekja sérstaka athygli allra laun- þega á því, að tillagan um að lögfesta stjórnmála- erjur í verkalýðssamtökunum, er um leið lævís- leg tilraun til þess að dreifa athygli verkafólks- ins frá hagsmunabaráttunni, sem krefst samstilltr- ar einingar alls verkalýðs. Þingið álítur, að þau fjögur ár, sem liðin eru síðan Alþýðusambandið varð skipulagslega sjálf- stætt, hafi sannað, að verkalýðssamtökin eru þá sterkust, þegar þau eru sjálfstæð. Þingið álítur því, að í stað þess að liða verka- lýðssamtökin í sundur nteð pólitískum hlutfalls- kosningum og ónýta þannig árangurinn af hálfr- ar aldar erfiði íslenzkra verkamanna og verka- kvenna, þurfi verkalýður alls landsins að rísa upp til varnar samtökum sínum og vernda sjálfstæði Þóroddur Guðmundsson i forsetastól þingsins 321

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.