Stefnir - 01.10.1951, Síða 14

Stefnir - 01.10.1951, Síða 14
GUÐMUNDUR DANÍELSSON, rithöfundur: ÚTBURÐURINN (BROT ÚR SÖGU) ----------------------------------------------------------A GUÐMUNDUR DANfEUSSON er fyrir lönKu orðinn þjóðkunnur sem rithöfundur, hafa verið gefnar út marpr skáldsögur eftir hann, sem náð hafa miklum vinsældum. Hann hefur einn- ig- skrfað margar sögur og greinar í blöð og tímarit. Guðmund- ur hefur sýnt STEFNI þá vinsemd að leyfa oss að birta hér kafla úr óprentaðri skáldsögu eftir sig.. I l_______________________________________-—.— -------------—j iii. Gluggaboran á afhýsi Greips Finnbogasonar vestast í bæjarrönd- inni á Gullberastað sneri mót suðvestri — mót útsynningi og éljum. Þessa nótt, undir morguninn, vaknaði hann við kornéljaglauminn á rúðunum. Eða var það draumurinn sem vakti hann? Hann hafði ver- ið að dreyma annarlegan draum, — stóran draum og geigvænlegan, og þó var á honum einhver helgisvipur. Hann þóttist ganga hér upp holtin, allt var hvítt af fönn og hart af hjarni, hrímþoka yfir mýrun- um. Himinninn var hvorki heiður né skýjaður, hann var blágrár eins og vatnsblönduð mjólk, enga sól að sjá, ekki heldur tungl eða stjörnu. Greipur kannaðist við þennan himin — hafði séð hann einu sinni áður; þetta var sami himinninn, sem hann hafði séð uppljúk- ast eftir gaddhríðarnóttina miklu inni í óbyggðum fvrir tólf árum síðan; þann heljarmorgun, þegar hann gekk frá Hyrti Bjarnasyni ósjálfbjarga til þess að bjarga sjálfum sér. Hann sá þetta nú, eftir að hann var vaknaður, en í draumnum svifaði ekki að honum þeirri hugsun, heldur hafði hann verið að hugsa um sauði séra Hjálmars: að nú mundi vera haglítið fyrir þá í fellinu, ekki vanþörf á að fleygja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.