Stefnir - 01.10.1951, Page 14

Stefnir - 01.10.1951, Page 14
GUÐMUNDUR DANÍELSSON, rithöfundur: ÚTBURÐURINN (BROT ÚR SÖGU) ----------------------------------------------------------A GUÐMUNDUR DANfEUSSON er fyrir lönKu orðinn þjóðkunnur sem rithöfundur, hafa verið gefnar út marpr skáldsögur eftir hann, sem náð hafa miklum vinsældum. Hann hefur einn- ig- skrfað margar sögur og greinar í blöð og tímarit. Guðmund- ur hefur sýnt STEFNI þá vinsemd að leyfa oss að birta hér kafla úr óprentaðri skáldsögu eftir sig.. I l_______________________________________-—.— -------------—j iii. Gluggaboran á afhýsi Greips Finnbogasonar vestast í bæjarrönd- inni á Gullberastað sneri mót suðvestri — mót útsynningi og éljum. Þessa nótt, undir morguninn, vaknaði hann við kornéljaglauminn á rúðunum. Eða var það draumurinn sem vakti hann? Hann hafði ver- ið að dreyma annarlegan draum, — stóran draum og geigvænlegan, og þó var á honum einhver helgisvipur. Hann þóttist ganga hér upp holtin, allt var hvítt af fönn og hart af hjarni, hrímþoka yfir mýrun- um. Himinninn var hvorki heiður né skýjaður, hann var blágrár eins og vatnsblönduð mjólk, enga sól að sjá, ekki heldur tungl eða stjörnu. Greipur kannaðist við þennan himin — hafði séð hann einu sinni áður; þetta var sami himinninn, sem hann hafði séð uppljúk- ast eftir gaddhríðarnóttina miklu inni í óbyggðum fvrir tólf árum síðan; þann heljarmorgun, þegar hann gekk frá Hyrti Bjarnasyni ósjálfbjarga til þess að bjarga sjálfum sér. Hann sá þetta nú, eftir að hann var vaknaður, en í draumnum svifaði ekki að honum þeirri hugsun, heldur hafði hann verið að hugsa um sauði séra Hjálmars: að nú mundi vera haglítið fyrir þá í fellinu, ekki vanþörf á að fleygja

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.