Stefnir - 01.10.1951, Side 49

Stefnir - 01.10.1951, Side 49
UMBROTIN í HOLLYWOOD 47 myndunum og einnig var nú auð- ið að taka útimyndir með hljóm. Þetta leiddi til þess, að brátt náðist hraði og hreyfingar þöglu- myndanna í talmyndunum, og að hægt var að taka talmyndir með verulegum hraða. Með því voru í rauninni sigraðir bvrjunarörðug- leikar talmyndagerðarinnar. Til að tapa ekki mörkuðum erlendis var einnig hafin í Hollywood frainleiðsla talmynda á öðrum tungum, svo sem frönsku, þýzku og spönsku, með erlendum leik- stjórum og leikurum. En aldrei varð neinn hagnaður af þessu, og því þaraf leiðandi brátt hætt. Það átti eftir að sýna sig, að amerískar myndir héldu að veru- legu leyti sínum erlendu mörkuð- um, enda þótt talmyndin leiddi til aukinnar kvikmyndaframleiðslu ýmissa landa, þar sem fólk vildi skiljanlega gjarnan fá myndir leiknar á sínu eigin móðurmáli. OG NlJ eru liðin tuttugu og fimm ár síðan fyrsta hljómmyndin var framleidd, og það neitar því sennilega enginn, að fyrst hljóm- urinn og síðan talið hafa aukið listagildi kvikmyndarinnar meira en við var búist. Að hljóm- og talmyndirnar hafa einnig haft sitt menningagildi, leikur heldur enginn vafi á. Kvikmyndin hefur gert hljóm- list, danslist og leiklist, túlkaða af fremstu listamönnum heimsins á þeim sviðum, kunna öllum jarðarbúum, þar sem kvikmynda- vélar eru til. Á þennan hátt hafa kvikmynd- irnar stuðlað að því, að veita líf- inu meiri tilhreytni og gildi fyrir milljónir manna. ÉG ELSKA karlmenn, ekki af því að þeir eru karlmenn, heldur af því, að þeir eru ekki konur. — Kristín Svíadrottning. ★ KARLMAÐURINN verður oft leiður á ástinni, en konan verður aldrei leið á öðru en elskhuganum. — Etienne Rey. ★ MER GEÐJAST að karlmönnum, sem eiga framtið og konum, sem

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.