Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Page 7
I. Árferði og almenn afkoma.
Tíðarfarið á árinu 1930 var frekar óhagstætt. Loftvægið á öllu land-
inu var 1,4 mm. undir meðallagi. Meðalhiti ársins var 1,0° yfir meðal-
lag. Sjávarhiti var tiltölulega mestur við Suðaustur- og Suðurland,
0,9° yfir meðallag, en við Vestur- og Norðurland 0,3° fyrir ofan með-
allag. Úrkoma var 32% yfir meðallag á öllu landinu. Veturinn (des.—
marz) var stormasamur og umhleypingasamur. Hiti 1,4° yfir meðal-
lag. Vorið (apr.—maí) var yfirleitt gott. Hitinn 2,6° yfir meðallag,
úrkoma 21% yfir meðallag. Vorgróður byrjaði heldur seint, enda var
kalt og mikill snjór í marz, en gróðri fór vel fram um vorið, einkum
sunnanlands. Sumarið (júní—sept.) var yfirleitt óhagstætt. Hitinn
1,0° yfir meðallag, úrkoma allmikil, 34% umfram meðallag. Spretta
var í betra lagi, en heyskapartíð víðast mjög slæm. Sólskin í Reykja-
vík 87 stundum skemur en meðaltal 7 undanfarinna sumra. Haustið
(okt.—nóv.) var óhagstætt. Hiti 1,3° undir meðallagi. Úrkoma 28%
yfir meðallag. Snemma setti niður allmikinn snjó, og hagar spilltust.1)
Á árinu skipti mjög um til hins verra með afkomu atvinnuveganna.
Að visu var uppgripaafli til sjávarins og barst meira á land af fiski en
nokkurntíma áður. Landbúnaðinn bagaði hins vegar mjög óhagstæð
heyskapartíð. En það sem úrslitum réð um afkomuna, var stórkostlegt
verðfall á flestum útflutningsafurðuin síðari hluta ársins. Var þar með
séð upphaf kreppunnar, þó að lítið gætti atvinnuleysis á þessu ári.
Kaupgjald verkafólks hækkaði nokkuð í Reykjavík í maí, en mun víð-
ast annarsstaðar hafa staðið í stað. Verðlag innanlands fór lækkandi á
árinu og féllu útlendar vörur einkum í verði. Visitala Hagstofunnar
um framfærslukostnað í Reykjavík lækkaði niður í 221 (úr 225 árið
fyrir) miðað við 100 fyrir stríðið. Afkoma almennings mun víðast
hvar hafa verið svipuð og árið fyrir.
Læknar láta þessa getið2) :
Skipaskaga. Viðurværi manna hefir verið ágætt, hér skortir hvorki
fisk, kjöt né jarðarávöxt. Mjólk nægileg.
Borgarfj. Afkoma almennings mun vera betri hér en víða ann-
arsstaðar; — flestir hafa nægilegt að bíta og brenna.
Borgarnes. Ekki veit ég til þess, að neinn skorti fæðu hér um slóðir.
1) Yfirlitið yfir tíðarfarið er frá Veðurstofunni.
2) Arsskýrslur (aðalskýrlsur) vantar úr pessuni héruðum: Hvík, Hafnarfj.,
Heykhóla, Nauteyrar, Heykjarfj., Húsavikur, Hróarstungu, Norðfj. og Hornafj. Er
liess því ekki að vænta, að athugasemdir sjáist úr þessum héruðum.