Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Síða 9
7
tregðu. Hafa menn haft mjög lítið fé handa milli, fengið að láni nauð-
synjar og ekki getað greitt. Er því margur illa staddur vegna skulda,
og verzlanir ekki síður. Stærsti útgerðarmaðurinn hér og vinnuveit-
andinn undanfarið varð gjaldþrota í haust. Enginn líður hér þó skort,
því hinum illa stæðu er hjálpað.
II. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði.'
Fólksjjöldinn á öllu landinu í árslok 1930 var 108,627 (106,350 í árs-
lok 1929).1 2) Mannfjölgun samkvæmt því 2277. Það mun þó vera of há
tala, því að vegna aðalmanntalsins 1930 hefir mannfjöldinn sennilega
verið betur fram talinn í árslok 1930 heldur en 1929.
Lifnndi fæddust 2808 (2644) börn eða 26,1 %0 (25%c).
Andvana fæddust 63 (82) börn eða 22,4%0 fæddra (30,l%o).
Manndauði á öllu landinu var 1249 menn (1237) eða 11,6%0 (11,7%0).
A 1. ári dóu 127 hörn (114) eða 45,2%c lifandi fæddra (43,0%o).
Hjónavígslur voru alls 759 (758) eða 7,1%C (7,2%0).
/ Reykjavík var mannfjöldinn í árslok 28,052 (26,428). Hjónavígsl-
ur voru þar 341 (330) eða 12,5%0 (13,1%0). Þar fæddust lifandi 782
börn (700) eða 28,7%0 (27,1%0), andvana 15 (22) eða 19,2%0 lifandi
fæddra (30,5%o).
Dánarorsakir eru samkvæmt dánarskýrslum sem hér segir:
Farsóttir:
Kvefsótt (bronchitis acuta) .................... 5
Barnaveiki (diphteritis) . ...................... 1
Barnsfarasótt (febris puerperalis) .............. 5
Taugaveiki (febris typhoidea) ................... 1
Iðrakvefsótt (gastroenteritis acuta) ............ 4
Inflúensa ....................................... 5
Heilasótt (meningitis cerebrospinalis epide-
mica) ......................................... 1
Mislingar (morbilli) ............................ 1
Kveflungnabólga (pneumonia catarrhalis) .. /
Taksótt (pneumonia crouposa) .............. j
Skarlatssótt (scarlatina) ....................... 3
Graftarsótt (septicopyæmia non puerperalis) 16
Stifkrampi (tetanus) ............................ 3
Aðrar farsóttir.................................. 3
Aðrar næmar sóttir:
Sárasótt (syphilis) ............................. 1
Lungnatæring (phthisis pulmonum) .............. 162
Berklafár (tuberculosis universalis acuta) . . 5
Eitlatæring (scrophulosis) ...................... 3
Berklamein í beinum og liðum (tumor alhus) 4
1) Eftir upplýsingum Hagstofunnar.
2) Uin fólksfjölda í einstökum héruðum sjá töflu I.