Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Page 12
10
III. Sóttarfar.
Heilbrigði var sæmilega góð í samanburði við undanfarin ár. Að
vísu var óvenjulegur faraldur að kvefsótt fyrri hluta ársins. Úr kvef-
sótt eru þó ekki taldir dánir fleiri en í meðallagi margir og jafnmargir
og á síðastliðnu ári. Inflúensu gætir hinsvegar lítið og verður hún ó-
venju fáum að bana. Lungnabólga reyndist aftur mannskæðari en 5
árin undanfarin. Faraldrar voru að hettusótt og gulusótt, en engum
urðu þær sóttir að bana. Skarlatssótt rís úr dái á þessu ári, og hafa
ekki jafnmargir verið skráðir með þá sótt síðan 1922. Rauðir hundar
gerðu og með meira móti vart við sig. Dánartalan er í við lægri en und-
anfarið ár 11,6%0 (11,7%0). Ungbarnadauðinn er aftur nokkru hærri,
45,2%0 (43,0%0), en að vísu lægri en nokkurntíma áður, að árinu í fyrra
einu undanteknu. Berklaveiki skyggir enn á allar aðrar sóttir og er
berkladauðinn meiri en nokkurntíma áður 2,2C/C0 (2,0%c). Krabbamein
gera hinsvegar minni usla en áður, og deyja úr krabbameinum og sark-
meinum 1,1%0 (1,4%0). Aðsókn að læknum virðist hafa verið heldur
minni en árið fyrir og tiltölulega færri sjúklingar hafa sótt sjúkrahús.
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—25.
1. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
Sjúklingafjöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Sjúkl. 1671 2551 1855 1499 1928 2119 1640 2456 5249 5415
Sjúklingafjöldinn er svipaður og árið fyrir. Flest eru tilfellin í jan-
úar og nóvember, en á öðrum mánuðum munar litlu. Nokkrir læknar
geta um greinilega faraldra, en öðrum virðist sóttin rykkjalítil.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Hálsbólga var óvenjulega tíð á þessu ári. Einna
mest bar þó á henni síðari hluta ársins. Sáum við Iæknarnir fæst af
þessum tilfellum.
Borgarfj. Dreifð tilfelli af angina phlegmonosa á nokkrum stöðum.
Borgarnes. Hálsbólga stakk sér niður en var væg.
Patreksfj. Kverkabólga gerði vart við sig flesta mánuði ársins.
Bíldudals. Hálsbólgu varð talsvert vart í lok ársins, og fengu nokkr-
ir unglingar í sambandi við það eyrnabólgu með graftarútferð.
Þingeyrar. Á þessu ári hefir verið óvenjumikið um hálsbólgu. í 3
tilfellum hefir þurft að opna abscess af hennar völdum. í sumar hefir
veikin verið allþung, 40° sótthiti í nokkra daga. Það, sem helzt ein-
kenndi veikina, var óvenjumikil skán í hálsi. í flestum þeim tilfellum,
sem ég hefi séð, hefir hennar gætt nokkuð. Á hinn bóginn er útilokað,
að um diphteritis hafi verið að ræða.