Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Page 15
13
ísnfj. Kveffaraldur var mikill hér fyrstu tvo mánuði ársins, en
siðan voru engjn veruleg brögð að því.
Hesteyrar. Má heita að kvefsótt hafi meira og minna gert vart við
sig allt árið; enginn sjúklingur þó skrásettur í júlí og október. Lagðist
veikin aliþungt á nokkra sjúklinga, og fengu 2 bronchopneumonia
upp úr henni.
Sauðárkróks. Kvefsótt gekk fyrri mánuði þessa árs, en fremur
meinlaus.
Hofsós. Kvefsóttin barst hingað í héraðið síðari hluta janúarmán-
aðar og að því er virtist næstum samtímis frá Siglufirði og Sauðár-
króki. Hún breiddist ört út, og menn veiktust allhastarlega með háum
hita. Henni fylgdi talsvert af kveflungnabólgu. Bar einkum á því í
börnum og veikluðu fólki. Samt sem áður dóu aðeins 2 veikluð börn úr
henni. Margt gamalt brjóstþungt fólk var afarlengi að ná sé eftir kvef-
sótt þessa, og sumt náði sér ekki fyrr en komið var langt fram á sum-
ar. Kvefsóttin var alveg um garð gengin í lok marz.
Svarfdæla. Kvefsótt var alltíð, eins og næsta ár á undan. Viðbúið er,
að eitthvað sé vantalið, þegar inflúensan stóð sem hæst.
Akureyrar. Mikil brögð voru að kvefsóttum og kveflungnabólgu, og
það svo, að aldrei hafa eins margir sjúklingar verið sltráðir með þess-
um sóttum í héraðinu. Þar við bættist svo sú inflúensa, sem gekk í
desember, og sumir læknar töldu ekki vera annað en innlenda kvefsótt.
Eftir áramótin hélt sá faraldur áfram sem heimilafarsótt hér og hvar,
er tíndi upp hvern af öðrum á sama heimili, en fór hægara miklu en
venja er til um reglulega inflúensu. Enda kom munurinn greinilega í
ljós, þegar útlend inflúensufarsótt barst hingað eftir áramótin í lok
febrúarmánaðar frá Reykjavík en var stöðvuð með sóttlcvíun. Mann-
dauði af völdum þessara kvefsótta má teljast allmikill, því mestur
hluti hinna 12, er dóu á árinu úr lungnabólgu, fengu hana einmitt
upp úr kvefsóttum.
Höfðalwerfis. Kvefsótt meira eða minna allt árið. Mest bar á henni í
marz, svo maí og júní. Var allþung, mikill hiti, stóð nokkuð lengi.
Hósti var mikill og' hélzt óvenjulega lengi eftir að sjúklingarnir voru
komnir á fætur.
Reykdæla. Kvefið meira áberandi en í fyrra. Reytingur flesta mán-
uði og allslæm ganga í marzmánuði um allt héraðið. Liklega komið
frá Húsavík.
Oxarfj. Fremur kvefsælt allt árið, en enginn samfeldur faraldur
gengið yfir allt héraðið né mikinn hluta þess.
Þistilfj. Kveffaraldur gaus upp i apríl, sérstaklega í börnum, og
gekk töluvert yfir.
Vopnafj. 1 marz og apríl gekk kvefpest allþung um allt héraðið.
Á ungt og hraust fólk lagðist kvefpest þessi að vísu ekki mjög
þungt, og hiti var ekki að jafnaði hár, en á eldra fólk lagðist hún all-
þungt, og dóu hér 2 gamlar konur af völdurn hennar.
Fljótsdals. Kvefsótt held ég að hafi verið einhversstaðar í héraðinu
alla mánuði ársins. Epídemíurnar virtust margar og komnar sín úr
hverri áttinni.