Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Page 15

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Page 15
13 ísnfj. Kveffaraldur var mikill hér fyrstu tvo mánuði ársins, en siðan voru engjn veruleg brögð að því. Hesteyrar. Má heita að kvefsótt hafi meira og minna gert vart við sig allt árið; enginn sjúklingur þó skrásettur í júlí og október. Lagðist veikin aliþungt á nokkra sjúklinga, og fengu 2 bronchopneumonia upp úr henni. Sauðárkróks. Kvefsótt gekk fyrri mánuði þessa árs, en fremur meinlaus. Hofsós. Kvefsóttin barst hingað í héraðið síðari hluta janúarmán- aðar og að því er virtist næstum samtímis frá Siglufirði og Sauðár- króki. Hún breiddist ört út, og menn veiktust allhastarlega með háum hita. Henni fylgdi talsvert af kveflungnabólgu. Bar einkum á því í börnum og veikluðu fólki. Samt sem áður dóu aðeins 2 veikluð börn úr henni. Margt gamalt brjóstþungt fólk var afarlengi að ná sé eftir kvef- sótt þessa, og sumt náði sér ekki fyrr en komið var langt fram á sum- ar. Kvefsóttin var alveg um garð gengin í lok marz. Svarfdæla. Kvefsótt var alltíð, eins og næsta ár á undan. Viðbúið er, að eitthvað sé vantalið, þegar inflúensan stóð sem hæst. Akureyrar. Mikil brögð voru að kvefsóttum og kveflungnabólgu, og það svo, að aldrei hafa eins margir sjúklingar verið sltráðir með þess- um sóttum í héraðinu. Þar við bættist svo sú inflúensa, sem gekk í desember, og sumir læknar töldu ekki vera annað en innlenda kvefsótt. Eftir áramótin hélt sá faraldur áfram sem heimilafarsótt hér og hvar, er tíndi upp hvern af öðrum á sama heimili, en fór hægara miklu en venja er til um reglulega inflúensu. Enda kom munurinn greinilega í ljós, þegar útlend inflúensufarsótt barst hingað eftir áramótin í lok febrúarmánaðar frá Reykjavík en var stöðvuð með sóttlcvíun. Mann- dauði af völdum þessara kvefsótta má teljast allmikill, því mestur hluti hinna 12, er dóu á árinu úr lungnabólgu, fengu hana einmitt upp úr kvefsóttum. Höfðalwerfis. Kvefsótt meira eða minna allt árið. Mest bar á henni í marz, svo maí og júní. Var allþung, mikill hiti, stóð nokkuð lengi. Hósti var mikill og' hélzt óvenjulega lengi eftir að sjúklingarnir voru komnir á fætur. Reykdæla. Kvefið meira áberandi en í fyrra. Reytingur flesta mán- uði og allslæm ganga í marzmánuði um allt héraðið. Liklega komið frá Húsavík. Oxarfj. Fremur kvefsælt allt árið, en enginn samfeldur faraldur gengið yfir allt héraðið né mikinn hluta þess. Þistilfj. Kveffaraldur gaus upp i apríl, sérstaklega í börnum, og gekk töluvert yfir. Vopnafj. 1 marz og apríl gekk kvefpest allþung um allt héraðið. Á ungt og hraust fólk lagðist kvefpest þessi að vísu ekki mjög þungt, og hiti var ekki að jafnaði hár, en á eldra fólk lagðist hún all- þungt, og dóu hér 2 gamlar konur af völdurn hennar. Fljótsdals. Kvefsótt held ég að hafi verið einhversstaðar í héraðinu alla mánuði ársins. Epídemíurnar virtust margar og komnar sín úr hverri áttinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.