Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Blaðsíða 16
14
Seyðisfj. Kvefsótt gerði vart við sig nær alla mánuði ársins. Aldrei
fannst manni ástæða til að álíta, að um inflúensu væri að ræða.
Fáskrúðsfj. Kvefsótt alltíð en að jafnaði mjög væg.
Berufj. Á kvefpest bar þegar eftir nýjár, bæði á Dv. og Breiðdal,
en hún var væg og með litlum hita. 1 marz gekk hún víða, og þá eru
nokkrir skráðir, en hún var alltaf væg. í desember gekk hún aftur í
Breiðdal og var þá allþung, mun hafa komið af fjörðunum.
Síðu. Kvefsótt gerði vart við sig sem faraldur, í júlí og ágúst, lagðist
einkum þungt á börn, sem eitthvað voru veil fyrir. Svo kom, eins og
vant er, kvefslæðingur eftir Víkurferðir í október.
Vestmnnnaeijjn. Kvefsótt var útbreidd hér í janúar eftir að vermenn
komu, eins og venja hefir verið síðan ég kom í héraðið, en smádvínaði
frá maí til septemberloka. Var mjög lík inflúensu í janúar, en líkari
venjulegri kvefpest úr því.
Iinngár. í byrjun ársins, janúar og febrúar, gekk hér slæm kvefsótt
og inflúensa; breiddist hún um allt héraðið og mjög margir veiktust.
Lagðist kvefsótt þessi allþungt á ýmsa, einkum börn og gamalmenni,
komplikationir ekki miklar, helzt nokkur tilfelli af bronchonpneum-
onia. Hiti hár og stundum nokkuð þrálátur, og var fólk yfirleitt lengi að
ná sér; sumir voru rúmfastir allt að mánuði eða lengur, (enda átti veðr-
áttan nokkurn þátt í því, því hún var köld og illviðrasöm fvrstu mán-
uði ársins). Var því kalt í þeim húsum, sem ekki eru hituð upp. 1
barn á 1. ári dó úr kvefpest þessari.
Egrarbakka. Kvefsóttin kemur alla mánuði ársins eins og venjulegt
er, en þrjá fyrstu mánuðina og þá einkum janúarmánuð, gengur hún
sem regluleg farsótt.
Grímsnes. Fyrstu mánuði ársins, einkum í janúar, bar töluvert á
kvefsótt. Var það ekki sízt alþýðuskólinn á Laugavatni, sem lagði til
þenna sjúklingafjölda framan af árinu. Var þar yfirleitt mjög kvilla-
samt. Annar skóli varð einnig illa úti á árinu, barnaskólinn í Hruna-
mannahreppi, heimavistarskólinn að Hellisholtuin. Var mjög kvilla-
samt í þessum skóla, einkum framan af árinu. Báðir eru þessir skól-
ar hitaðir með hverahita og vel gerðir.
Keflavíkur. Kveffaraldur mikið var byrjað fyrir áramót, og voru
inikil brögð að því í janúarmánuði. Lagðist sérstaklega á börn, og voru
mörg mjög þungt haldin af því, enda ekki fá kveflungnabólgutilfelli.
3. Barnaveiki (diphteria).
Töflur II, III og IV, 3.
Sjúklingafjöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Sjúkl. 400 240 105 142 56 71 26 17 6 9
Dánir 29 24 7852232 1
Barnaveikin liggur enn niðri, en gerir þó vart við sig í 4 héruðum.
Að minnsta kosti 3 af 9 sjúklingum, sem skráðir voru höfðu croup, og
deyr eitt barn ársgamalt.
Barnaveiki hefir nú í nokkur ár látið lítið á sér bera hér á landi,