Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 17
15
og hið sama er að segja um nágrannalöndin. Er ekki hægt að gera
ráð fyrir, að sá friður standi lengi, og spá ýmsir því erlendis, að hún
sæki þá og þegar í sig veðrið og þykjast sjá merki þess, að illkynjaður
faraldur sé í aðsigi. En því lengur sem við megum heita lausir við
veikina, því fleira safnast fyrir af næmu fólki, og því alvarlegri getur
faraldurinn orðið, þegar hann ríður yfir. Hefir Niels Dungal docent
gert fróðlega rannsókn á barnaveikisnæmi skólabarna hér í Rvík á
þessum vetri (1931—32). Gerir hann grein fyrir þessum rannsóknum
sínum í III. kafla þessa heftis.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Diphteritis kom hér fyrir 5 sinnum á árinu. Fyrsta til-
fellið sá ég 26. júní á Sólmundarhöfða í Innri-Akraneshreppi. Það var
rúmlega 2 ára drengur, sem hafði fengið illt í hálsinn, en læknis
ekki vitjað fyrr en viku eftir að veikin byrjaði, var þá barnið búið að
fá croup, voru sogin orðin svo mikil að, barninu lá við köfnun. Ég
sprautaði þegar í það 8 glösum af serum antidiphteric. Daginn eftir
bætti ég við það 3 glösum. Fór þvi að batua að rúmum sólarhring liðn-
um og varð albata. Heimilið var einangrað. Rúmlega 3 vikum síðar
varð Rich. Kristmundsson var við veikina i kvenmanni, 42 ára, hér á
Akranesi, engar samgöngur hafði þessi sjúklingur haft við Sólmund-
arhöfða eða menn í námunda við það heimili. Þessi kvenmaður var
einangraður og batnaði eftir serumsprautur. Tæpum máiiuði síðar kom
veikin í barn hér á Akranesi, var það snertur af croup, engar sam-
göngur voru á milli síðari heimilisins og þess fyrra. Rich. Kr. gaf
barninu serum. Heimilið einangrað. Barninu batnaði. Þá varð ég var
við diphteritis í 26 ára konu hér á Akranesi í september, tæpum mánuði
eftir fyrra tilfellið. Konan einangruð, gefið serum. Batnaði. Loks kem-
ur maður úr Strandarhreppi til Rich. Kr. í byrjun réttanna, kemur þá í
ljós, að maðurinn er svo veikur, að hann getur varla gengið, með
diphteritis í báðum kirtlum. Rich. lét flytja manninn heim til sín í bíl,
fór með honum og sprautaði hann með serum. Heimilið einangrað.
Manninum batnaði. Við reyndum eftir mætti að komast fyrir hvaðan
veikin hafði komið, en urðum einskis vísari. Sótthreinsun fór alstaðar
fram eftir að veikin var afstaðin.
Grímsnes. í júlímánuði var mín vitjað til harns á öðru ári rúmlega
klukkustundarferð frá heimili mínu; var barnið talið að hafa óljós
sjúkdómseinkenni og af lýsingu varð lítið ráðið hvað um var að vera;
þó tók ég með mér serum antidiphtericum. Hafði barnið verið veikt á
3ja sólarhring. Hér var um croup að ræða, stridor nokkur og difterit-
iskar skófir í koki. Barnið fékk serum andtidiphtericum, 24000 i. e. til
injectionar. Fór ég síðan í skyndi heim til mín til þess að ná í áhöld
mín til þess að geta gert barkaskurð. Þegar ég kom aftur á heimili
harnsins var það dáið. Hér var stórt barnaheimili. Yngstu börnin 4
voru sprautuð prophylaktiskt. Samgönguvarúð viðhöfð um heimili
þetta í V2 mánuð á eftir, síðan sótthreinsað. Engir veiktust fleiri af
þessum sjúkdómi, hvorki á þessu heimili né öðrum.