Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 18
16
4. Blóðsótt (dysenteria).
Töflur II, III, IV, 4.
Sjúklingafíöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Sjúkl. 8 2 7 24 2 15 15 323 65 26
Blóðsóttin, sem mest brögð urðu að 1928, er nú í rénun og verður
hennar aðeins lítillega vart í 4 héruðum, en er aðeins skráð í 3.
Læknar láta þessa getið:
Öxarfj. Blóðsótt barst inn í héraðið um jólin á tvo bæi, en ekki varð
ég hennar vís fyrr en eftir áramót, og er því enginn skráður 1930.
5. Barnsfarasótt (febris puerperalis).
Töflur II, III og IV, 5.
Sjúklingafjöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Sjúkl. 13 23 21 12 7 13 10 13 18 14
Dánir 3563 6 13315
Barnsfarasóttar er getið í 7 héruðum, og er hætt við, að illa sé tíund-
að. 5 konur deyja úr barnsfarasótt, og er meira en talið hefir verið
fram síðan 1925.
Læknar láta þessa getið:
Borgarjj. Eitt tilfelli. Legvatnið rann 3 vikum áður en fæðing hófst.
Allan þann tíma lá konan í rúminu. Fæðingin gekk greiðlega án allra
aðgerða. Á 5. degi hár hiti, um og yfir 40°. Tveim dögum síðar kom ég
til hennar og gaf henni trypaflavinsprautu. Eftir það fór hitinn að
lækka. Bati eftir ca. 2 mánuði.
Hólmavíkur. Á þessu ári fengu 4 konur barnsfarasótt, og er það ó-
venjulegt. Ekki tel ég að neitt smitunarsamband hafi verið milli þess-
ara tilfella, enda komu tilfellin fyrir í 2 yfirsetukvennaumdæmum, 2
í hvoru. 3 tilfellin voru á fátækum heiinilum, þar sem þrifnaður er
ekki góður. Allar konurnar lifðu. Orsakir hygg ég helzt að sé óvenju-
sterkur bakteríuvirulens og hreinlætisskortur.
Seyðisfj. Ein kona fékk febr. puerperalis eftir spontan fæðingu og
dó úr peritonitis.
6. Gigtsótt (febris rheumatica).
Töflur II, III og IV, 6.
Sjúklingafjöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Sjúkl. 115 174 147 130 120 146 133 88 214 257
Damr ,, ,, ,, ,,,,13 ,, ,, ,,
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Febris rheumatica. Sérlega þung og þrálát á einum ung-
um manni, sem að líkindum nær sér aldrei til fulls.