Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Qupperneq 21
19
ekki skráð alla mánuðina, af því hún var svo væg, að læknis var ekki
leitað.
Siðu. Iðrakvef fylgdi kvefsóttinni í október, gekk um allt og var
þrálátt í sumum.
Vestmannacijja. Iðrakvef gerði vart við sig í öllum mánuðum árs-
ins nema febrúar og júlí.
Eyrarbakka. Gastroenteritis acuta gekk um tíma eins og farsótt, en
hún var svo sem alltaf væg, svo að lækna var lítið vitjað við henni.
Keflavíkur. Garnakvef var töluvert vor og haustmánuðina, meira í
hörnum en fullorðnum, í flestum tilfellum létt.
9. Inflúensa.
Töflur II, III og IV, 9.
Sjúklingafjöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Sjúkl. 5822 2504 1345 4992 941 3114 1993 5090 7110 1168
Dánir 70 24 20 34 7 23 7 17 21 5
Inflúensu gætir mjög lítið á árinu, og eru helzt talin fram nokkur
tilfelli 3—4 fyrstu mánuði ársins, en þá gekk hinn illkynjaði kvefsótt-
arfaraldur, svo sem áður er um getið. Má geta nærri, að sjúkdóms-
greiningin hefir þá verið erfið, og eru sumir læknar í vafa um, að
um nokkra eiginlega innflúensu hafi verið að ræða. Aftur telja aðrir
sig hafa kunnað vcl að greina þar á milli og telja inflúensuna vafa-
lausa.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Inflúensu hefir orðið vart öðru hvoru, sjálfur sá ég
fæst af þeim, en að sögn Richards Kristmundssonar var hér um reglu-
lega inflúensu að ræða, en þó væga. AIls skráð 32 tilfelli. Flest af þeim
var í marz, en þá var hér kvefsóttin, sem fyrr var nefnd, og má ve)
vera að sum tilfellin hafi verið inflúensukennd.
ísafj. í júlí og ágúst eru skrásett 10 inflúensutilfelli. Ég hygg að það
hafi verið kvefsótt með hita, sem alltaf er vafasamt um, hvort telja
heri til venjulegs kvefs eða inflúensu. Meðan ekki eru ráð til að greina
hina eiginlegu inflúensu frá kvefi með meiri nákvæmni en nú, hygg
ég að rétt sé að kalla það eitt inflúensu, sem hagar sér epidemiologiskt
eins og hinir greinilegu inflúensufaraldrar, fer fljótt yfir, leggur heil
heimili í rúmið, enda iná oftast greinilega rekja smitunina. Kvefsótt-
ina ætti svo að greina í tvennt: 1. Rhinitis et tracheo-bronchitis non feh-
i ilis og 2. Bronchitis febriiis, sem greinir sig frá inflúensu lítt eða ekki,
hvert einstakt tilfelli, en fer hægara og óreglulegar yfir, tekur sjaldan
heil heimili og ferillinn ekki nærri því eins auðrakinn frá einum sjúk-
lingi til annars.
Hesteyrar. Með inflúensu eru taldir 2 sjúklingar, en er að öllum lík-
indum ekki rétt, heldur hafa þeir átt að heimfærast undir tracheo-
hronchitis.
Hólmainkur. Inflúensa gekk allvíða í marz og apríl, en var væg.
Svarfdæla. Inflúensan barst til Ólafsfjarðar seint í janúar eða í