Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Side 23
21
Mislinga er ekki getið á mánaðarskrám, en ein manneskja er þó
talin dáin úr mislingum á árinu.
11. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 11.
Sjiiklingafföldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Sjúkl. 76 24 „ „ 1 „ 1 „ 998 1858
Hettusóttarfaraldur hófst á fyrra ári, stakk sér fyrst niður í Vest-
mannaeyjum í apríl og síðan í Reykjavik í maí, en veruleg brögð verða
ekki að honum fyr en síðustu mánuði ársins og þá einkum í Reykja-
vík og nágrenni hennar. Á þessu ári berst veikin víða um land. Þó er
hennar ekki getið í 11 héruðum: Reykhóla, Flateyjar, Nauteyrar (það-
an engar skýrslur) Reykjarfj., Hofsós, Höfðahverfís, Reyðarfj., Fá-
skrúðsfj. Hornafj., Síðu og Mýrdals, og eru þetta undantekningarlitið
afskekktustu héruðin. í Reykjavík og annarsstaðar á Suðurlandi, og
víðasthvar á Vesturlandi er faraldurinn genginn hjá í júní—júlí, en á
Norðurlandi og Austfjörðum er hann enn viðloðandi í árslok. Yfirleitt
mun veikin hafa verið væg og fylgikvillar ekki tíðir.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Hettusótt var í héraðinu fyrir áramótin. Áframhald
var af henni, einkum í janúar og febrúar og verður hennar vart fram
i apríl, en þá deyr hún alveg út. Tíðast var hún á börnum frá 5—15 ára,
en þó fengu hana nokkrir fullorðnir, jafnt karlar sem konur. Fengu
nokkrir karlmenn orchitis í sambandi við hana. Yfirleitt mátti hún þó
teljast væg.
Borgarfí. Nokkur tilfeili fyrri hluta ársins.
Borgarnes. Hettusótt gerði hér mjög lítinn usla og kom fremur ó-
víða við.
Stykkishólms. Hettusótt barst inn í héraðið í lok febrúar, allmargir
veiktust í marz og apríl, en veikin fór svo rénandi og var útdauð i júli.
Flestir veiktust á aldrinum 2—1 ára. Ekkert dauðsfall.
Dala. Hettusótt kom í febr. mán. á 3 eða 4 heimili í héraðinu, en fáir
veiktust, og var veikin án komplikationa.
Patreksfj. Hettusótt gekk mánuðina maí—des.
Bíldudals. Hettusótt stakk sér nokkuð niður, en enginn dó eða hafði
varanlegt mein af.
Flateyrar. Mjög væg hettusótt harst hingað til Flateyrar síðastliðinn
vetur, aðeins fáeinir tóku veikina og dó hún svo út.
ísafj. Hettusótt gekk hér fyrri hluta ársins, væg og fylgikvillalaus.
Hún deyr ekki út fyr en í júni.
Hesteyrar. Hettusótt kom hér upp í Látra-hverfi í Sléttuhreppi, og
eru 8 sjúklingar skráðir með veikina. Sá læknir 5 þeirra, en eftir því
sem næst verður komizt, hafa 12—45 sennilega tekið hana. Veikin var
yfirleitt mjög væg og kom aðeins í þetta ein hverfi, en þangað hafði
hún borizt úr Isafjarðar- eða Bolungarvíkurhéraði.
Svarfdæla. Fyrstu sjúklingarnir voru skráðir í maí, annar í Hrísey,