Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Síða 27
25
Reyndist hún mjög skæð í börnunum, því að 4 dóu á tæpri viku. Dóu
sum undarlega fljótt og raunar með of óglöggum lungnabólgueinkenn-
um til þess að henni væri einni um að kenna. Aftur höfðu a. m. k. sum
börnin greinileg cerebral einkenni og hygg ég að hér hafi verið í og með
einhverskonar encephalitis. 5. barnið má einnig telja til þessa hóps, því
að það dó með svipuðum atburðum i sömu vikunni, en er í dánarvott-
orði talið dáið úr inflúensu. 4 börnin voru á 1. ári, 1—4 mánaða, en eitt
komið á 3. ár. Sjálfur stundaði ég ekkert af þessum börnum, sá aðeins
tvö þeirra í svip, og kann því miður ekki nánar að lýsa þessu. Enda
gafst lítill tími til athugunar. Flest börnin dóu eftir sólarhring eða jafn-
vel styttri tíma, eða áður en við varð litið, og til allrar hamingju datt
þessi ægilegi faraldur niður áður en við höfðum fyllilega áttað okkur
á honum.
Hofsós. Kveflungnabólga aðallega í sambandi við kvefsótt.
Svarfdæla. Kveflungnabólga var nú þrefalt tiðari en árið áður. Meira
en % sjúklinganna, eða 13 alls, fengu hana upp úr inflúensunni, og
dóu af þeim 2 börn á 1. ári og 1 á 3. ári. Kveflungnabólgan varð og
að bana manni á níræðisaldri, er hafði lungnaþembu og bilað hjarta,
og barni á 2. ári, er alla tíð hafði verið óhraust.
Vestmannaeyja. Kveflungnabólga mest áberandi í janúar, meðan
kvefpestin eekk, enda oftast upp úr henni. En slanaur af henni allt árið.
2. Um taksótt:
Borgarfj. Pneumonia crouposa varð allmikið vart þetta ár. Ég hefi
notað chinin-urethaninnsprautanir við lungnabólgu og gefizt vel, eink-
um ef sprautað var i byrjun veikinnar.
Borgarnes. Lungnabólga. Ég hefi talið 15 tilfelli, og er það óvanalega
mikið — nokkurskonar faraldur — framan af árinu; sumir sjúkling-
arnir voru þungt haldnir, en lifðu allir af. Af meðölum reyndist mér
bezt: optochin.basic. í byrjun veikinnar, en mixt. camph. og cognac
þegar á leið.
Ólafsvikur. Lungnabólga stakk sér niður flesta mánuði ársins, en
mest brögð voru að henni í janúar og febrúar, samfara kvefsóttinni.
Isafj. í febrúar bar hér nokkuð á pneumonia crouposa, einkum í
sjómönnum og dó einn.
Hofsós. Taklungnabólga hefir ekki mikið gert vart við sig. 1 sjúkling-
ur dó úr henni, kona um fertugt, gravid á 5 mánuði.
Svarfdæla. Var með fátíðara móti.
Öxarfj. Lungnabólga var mjög fátíð á árinu og enginn faraldur að
henni.
Berufj. Lungnabólga gekk í Breiðdal og var óvenju illkynjuð.
Vestmannaeyja. Lungnabólga mjög fátíð í ár.
Grimsnes. Lungnabólgu varð með meira móti vart á árinu.