Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Síða 29
27
steinþegja og líta hatursamlega til læknisins um að þetta sé vanséð,
misskilið, og læknirinn þekki ekki þesskonar sjúkdóma.
Svarfdæla. Skarlatssótt kom upp í Hrísey, barst þangað frá Akur-
eyri með 2 ára gömlum dreng, sem var þar vikutíma og hafði verið
eitthvað lasinn, þegar hann kom, en í húsinu, sem hann kom frá á
Akureyri, höfðu 3 börn nýlega haft skarlatssótt. Stúlka á 5. ári í íbúð
þeirri, sem drengurinn gisti í, veiktist nokkru fyrir miðjan júní, og
varð fremur þungt haldin, fékk drepbólgu í báðar tonsillae, mikla eitla-
bólgu utan á hálsi og langvinna eyrnabólgu. Nokkru seinna veiktist
stúlka í annari íbúð í sama húsi, 6 ára gömul, er hafði komið til sjúk-
lingsins áður en samgönguvarúð var fyrirskipuð, en ekki varð hún
jafn þungt haldin, enda ráða leitað til læknis strax í byrjun. Var þar
og höfð samgönguvarúð og sótthreinsað í hvorri íbúð, er hreistrun
sjúkl. þar var lokið. Barst sóttin ekki víðar.
Akureyrar. Skarlatssótt mjög væg fór að stinga sér niður hér í bæn-
um í júnimánuði og kom fyrir úr því alla mánuðina til ársloka. I
menntaskólanum varð hún í desembermánuði snögglega þung og ill-
kynjuð á nokkrum nemendum og dó ein stúlka eftir fárra daga legu.
Skólanum var lokað um tima og sjúklingar ýmist einangraðir í skól-
anum eða á sóttvarnarhúsinu. Tók þá fyrir útbreiðslu veikinnar. Smit-
unin í skólanum var rakin til pilts, sem fengið hafði veikina, en ekki
orðið uppvíst um að væri skarlatssóttarsjúkur, fyrr en hann hafði
smitað marga.
Síða. Skarlatssótt barst úr Mýrdalshéraði á eitt heimili í Meðallandi,
heimilið sett í sóttkví og veikin breiddist ekki út þaðan. Var væg.
Mýrdals. Skarlatssótt kom í maí frá Vestmannaeyjum. Þegar mín
var vitjað til fyrsta sjúklingsins, var manni þeim er flutti veikina
inn í héraðið, batnað, án þess að nokkurn grunaði, að hann hefði haft
skarlatssótt, og hafði hann farið víða áður en uppvist varð um það.
Þar sem svo var í pottinn búið, var mér skapi næst að stofna ekki til
neinna sóttvarna, því að sýnilegt var, að þær myndu verða kák eitt,
en vegna nokkuð almennra óska héraðsbúa var þó gerð tilraun til að
stöðva veikina, með því að sóttkvia hin sýktu heimili. Sóttin var að
stinga sér niður víðsvegar um héraðið fram á haust, og mun hafa
komið allmiklu víðar en ég vissi um, því hún var, með örfáum undan-
tekningum, mjög væg, svo að tiltölulega fáir leituðu læknis, og sumir
jafnvel, leyndu þvi með vilja, að veikin hefði komið á heimili þeirra, til
þess að komast hjá því að lenda í sóttkví.
Vestmannaeyja. Skarlatssótt gerði hér vart við sig frá júlíbyrjun
til ársloka. Yfirleitt var veikin mjög væg, þó mátti í einstaka sjúkling
sjá hana allþunga.
Rangár. Skarlatssótt barst hingað í maí—júní með vermönnum frá
Vestmannaeyjum. Var að stinga sér niður hér öðruhvoru fram undir
áramót. Væg. Enginn dó.
Eyrarbakka. Skarlatssóttar varð vart á nokkrum bæjum í Gaulverja-
bæjarhreppi. Tilfellin, sem bókfærð eru, voru öll á einum bæ þar, en
við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að svipað hafði áður gengið að
minnsta kosti á tveim öðrum bæjum þar í nánd, og þótti líklegt, að
borizt hefði frá Vestmannaeyjum. í samráði við landlækni var almenn-