Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Qupperneq 30
28
ingi gert kunnugt um sóttina og hvatt til aðgæzlu á samgöngum við
heimilin og sótthreinsað á eftir en ekki gerðar aðrar ráðstafanir til
varna.
16. Kikhósti (tussis convulsiva).
Töflur II, III og IV, 16.
Sjúklingafjöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Sjúkl. 137 „ „ „ 4 91 6645 258 3 10
Dánir 8 1 2 155 3 99 99
í Rvík stakk kikhósti sér niður í jan.—apr., og eru talin fram 10
tilfelli. Annarsstaðar er hans ekki getið á mánaðarskrám.
Læknar láta þessa getið:
Höfðahverfis. í desember eru taldir 16 sjúklingar með kvefsótt, en
reyndust síðar allir með kikhósta, en kvefsótt gekk jafnframt. Margir
sjúklingar fengu undireins, þegar vart varð við kvef, háan hita. Eitt
barn á 1. ári dó í desember úr kveflungnabólgu og áður en stadium
convulsivum var byrjað. Annars er það um kikhóstann að segja, að
komið var fram í janúar, þegar ég koinst að því, að um þann sjúkdóm
var að ræða. Ég var staddur í húsi, ekki í lækniserindum, og heyrði þá í
barni greinilegan soghósta. É)g kom til fæstra þessara sjúklinga, en
fólk hafði komið og fengið brjóstsaft og meðöl við slæmum hósta.
Hvaðan veikin hefir komið er erfitt að segja um með vissu. Hér á
Grenivík komu í haust og fyrri hluta vetrar 3 eða 4 fisktökuskip, og
eftir því sem næst verður komizt, fóru 2 menn, sem ekki höfðu fengið
kikhósta áður, út í eitt skipið, fengu seinna mjög þrálátan hósta og
langvinnan. Segja má, að veikin hafi yfirleitt verið væg, misjafnlega
þó, en svo væg í mörgum börnum og jafnvel þeim yngstu, að soga varð
ekki vart, — aðeins kvefs. Veikin gekk aðeins hér í Grenivíkurþorpi og
grend og svo á Látraströndinni. Nú — þegar þetta er ritað — í miðj-
um marz, er veikin alveg útdauð.
17. Svefnsýki (encephalitis lethargica).
Töflur II, III og IV, 17.
Sjúklingafjöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Sjúkl. 3 „ „ 2 16 „ 17 3 7 8
Dánir 2 „ „ 2 3 „ 1 „ 2
Svefnsýki stingur sér niður hér og þar, eitt og eitt tilfelli. í ár ber
mest á henni i Norðurlandi, þar sem voru 6 tilfelli af 8 alls.
í undanfarandi skýrslum hefir spurningarmerki verið í stað dánar-
tölu úr svefnsýki á árinu 1927. Hagstofan upplýsir nú, að enginn sé
talinn dáinn úr þeirri veiki það ár.
Læknar láta þessa getið:
Borgarfj. Eitt tilfelli (að því er ég áleit), karlmaður, 30 ára. Byrjaði
með sleni, e. t. v. hita, síðan höfuðverkur, óráðsköst, somnolens, seinna