Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Síða 31
29
augnvöðvalamanir (strabismus). Batnaði hægt og hægt og hefir ekki
boiið á veikinni síðan.
Svarfdæla. Svefnsýki fékk 4 ára gamall drengur. Byrjaði með upp-
sölu og svefnsemi, augu og augnhreyfingar eðilegar í byrjun, seinna
ptosis, seinast nystagmus, hyperæsthesi, opisthotonus mismikill, full
ræna, þá sjaldan hann vakti, þangað til tvo seinustu sólarhringana,
þá stöðugt komatös, hiti lágur lengst af, oftast milli 37 og 38, þangað
til seinasta sólarhringinn — þá 39—39,5. Extrema macies seinast.
Akureyri. Svefnsýki er skráð 4 sinnum og dóu 2 sjúklingar. Hin-
ir náðu sér eftir nokkra legu. Grunur er á, að fleiri hafi fengið þessa
veiki en aðeins væga.
18. Heimakoma (erysipelas).
Töflur II, III og IV, 18.
Sjúklingafjöldi 1921—1930: ,
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928
Sjúkl. 127 197 140 83 96 102 93 112
Dánir 4 8 4,,,, 1 ,, 3
19. Þrimlasótt (erythema nodosum).
Töflur II, III og IV, 19.
Sjúklingafjöldi 1929 og 1930.
Sjúkl.....................................................
20. Gulusótt (icterus epidemicus).
Töflur II, III og IV, 20.
Sjúklingafjöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928
Sjúkl. 37 106 104 37 30 11 33 9
Gulusóttt gekk víða yfir, einkum á Suðurlandi, á Norðurlandi aust-
an Siglufjarðar og á Austfjörðum.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaqa. Gula gekk hér lítilsháttar yfir í jan.—júní en mjög væg.
Borgarfj. Fáein létt tilfelli.
Ólafsvikur. Gula gekk yfir 4 fyrstu mánuði ársins, en að þeim liðn-
um var engin skráður með þá veiki. Sumir sjúklingar urðu fremur
þungt haldnir af veikinni og lágu rúmfastir 2—3 vikur.
Stykkishólms. Umferðagula var allt árið að stinga sér niður fram í
septemberlok, en hvarf þá. Margir voru á fótum með hana og skeyttu
henni engu.
Dala. Umferðagula kom á 2 bæi sinn i hvorri sveit um réttirnar, og
er leið á sláturstíð á 3 bæi aðra. Sýktust fáir á heimilinuin og batnaði
fljótt, nema 2 karlmönnum, sem fóru illa með sig í göngum.
Svarfdæla. Gulu varð lítið eitt vart siðari hluta árs 1929, en var nú
1929 1930
43 34
1
1929 1930
27 25
1929 1930
240 478