Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Qupperneq 35
33
botnlangabólgu. Ef kona deyr úr abortus septicus, telst abortus aðal-
dauðameinið o. s. frv.
Tetanus: Úr stífkrampa déyja 3, en ekki er þeirrar sóttar getið á
farsóttaskrám.
Læknar láta þessa getið:
Akureijrar. Stífkrampi kom fyrir í eitt skipti og varð banvænn. Fyr-
ir 15 árum síðan kom fyrir mannslát af sömu veiki eftir meiðsli í
kembingarvél í verksmiðjunni Gefjun. Má telja víst, að sóttkveikjan
hafi í það skipti stafað frá ull einhversstaðar að. En í þetta skipti
vildi meiðslið til á einni götu bæjarins og sést af því, að sóttkveikjan
er til í jarðveginum hér, svo að gera má ráð fyrir að öll sár, sem saurg-
ast af mold, séu varhugaverð.
Eijrarbakka. Af pemphigus contagiosus komu aðeins fyrir mig 2 til-
felli þetta ár, og þau afar væg. Ég bendi á þetta til samanburðar við
hið afarþunga tilfelli, sem getið er um í aðalársskýrslunni 1929.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði.
Töflur V, VI, VII, 1—4 og VIII.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Töflur V, VI og VII, 1—3.
Sjúklingafiöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Gonorrhoea 192 198 259 241 258 340 348 407 431 519
Syphilis 30 23 22 20 31 32 34 21 13 29
Ulcus vener. 7 17 9 1 8 5 5 3 12 15
Lekanda tilfellum fjölgar verulega en nær eingöngu í Rvík, og má
vera, að það sé fyrir nánara eftirlit og betra fraintal, þar sem 2 sér-
fræðingar eru nú til þess ráðnir að stunda þessa sjúklinga og gefa
kynsjúkdómunum sérstakar gætur. Eins og áður er allmargt um út-
Jendinga í þessari sjúklingatölu. Er þess getið um 345 sjúklinga að
36 af þeim hafi verið erlendir, þ. e. 10.4%.
Sárasóttar tilfellin voru á fyrra ári færri en þau höfðu verið
lengi áður, en eru á þessu ári aftur orðin svipuð og venjulega. Þessir
sjúkl. eru einnig langflestir í Rvík, og er mjög margt af þeim útlend-
ingar. Um 26 er þess getið að 11 séu útlendir, þ. e. 42,3%. Margt af
hinum innlendu sjúklingum smitast erlendis, og mun innanlands smit-
un enn mjög sjaldgæf. Ein manneskja er talin dáin úr sárasótt á árinu.
Linsærum fer heldur fjölgandi og er þeirra aðeins getið í Rvík
(13) og á Akureyri (2). í Rvík er ekki getið um þjóðerni sjúklinganna,
en á Akureyri voru báðir innlendir.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Gonorrhoe kom fyrir á 3 karlmönnum, er munu allir
hafa fengið sjúkdóminn úr Reykjavík.
Patreksfi. 6 sjúklingar með lekanda, 4 héraðsbúar, 1 sjómaður úr
öðru héraði, 1 útlendingur.
3