Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Qupperneq 37
35
2. Eftir berklaveikisbókum (sjúkl. í árslok):
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Tb. pulm. 384 398 347 409 625 566 669 699 640 685
Tb. al. loc. 142 175 189 201 236 238 252 331 349 387
Alls 526 573 536 610 861 804 921 1030 989 1072
Samkvæmt mánaðarskrám fer tala berklasjúklinganna lækkandi hin
2 síðastliðin ár, en því miður virðist ekki mega marka á því, að berkla-
veikin sé í rénun í landinu. Tala berklaveikra samkv. berklaveikisbók-
um er í ár hærri en nokkurntíma áður, en það sem úr verður talið
skera, er það, að dánartalan er jafnframt hærri en nokkurntíma áður.
Berkladauðinn sundurliðast þannig (tölur síðastliðins árs í svig-
um): Úr lungnaberklum dóu 162 (151), berklafári 5 (6), eitlatæringu
3 (1), beina og liðaberklum 4 (5), heilahimnuberklum 35 (36), berkl-
um í kviðarholi 14 (9), berklum í þvag- og getnaðarfærum 3 (3) og
í öðrum líffærum 6 (3).
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. í ársbyrjun var hér enginn berklaveikur. Á þessu ári
hafa verið skráðir 3 sjúklingar í fyrsta sinn (2 með lungnaberkla, 1
með berkla í hryggnum). Skráður á ný hefir einn sjúklingur verið,
er fluttist hingað aftur frá heilsuhæli.
Borgarff. Þetta ár bar miklu minna á berklaveiki en árið á undan.
Aðeins 3 nýjir sjúklingar skrásettir, einn með lungnaberkla, tveir með
útvortis berkla. Ég hefi gert nokkrar hrákarannsóknir, allar neikvæð-
ar, og allmörg Pirquetspróf.
Borgarnes. Berklaveikin virðist lítið réna, — alltaf koma fyrir ný
tilfelli, bráð og vond viðfangs, t. d. þessi 2 tilfelli, sem ég bókfærði á
árinu. Drengur 17 ára liggur með háan hita í ca. 6 vikur — hraustur
áður — enginn hósti og sem ekkert að finna við skoðun. Hitinn dett-
ur niður um stund, og pilturinn er á fótum nokkrar vikur, þó ósælleg-
ur og lystarlítill, legst svo aftur með dálitlum hita og blóðhósta, sem
á nokkrum dögum verður svo ákafur, að til dauða leiddi hvernig sem
að var farið. Hitt tilfellið —- maður rúmlega þrítugur —■ fór hægar
af stað, og hefði að líkindum mátt bjarga þeim manni, ef hann hefði
farið eftir ráðleggingum mínum, en hann trúði því ekki að hætta væri
á ferðum og braut öll boðorð, fór í kolavinnu og fékk þá ákafan hita
og bólgu í lungun, og dró þetta hann til dauða á fáum mánuðum. Allt-
af kemur fyrir kirtlaveiki i unglingum við og við, en ég held nú samt,
að berklaveiki sé ekki eins útbreidd hér og í sumum öðrum sveitum.
Ólafsvíkur. Berklaveiki í héraðinu fer í vöxt þessi síðari ár. Skrá-
settir voru á árinu 21 nýr sjúklingur, þar af 2 utanhéraðs. Það er eng-
um vafa undirorpið, að vöxtur veikinnar í héraðinu er meiri en skrán-
ing hinna sjúku ber vott um. Margir berklaveikir menn leita alls ekki
læknis í byrjun veikinnar, og oft kemst læknir að veikinni aðeins af
tilviljun við rannsókn annara sjúkdóma.
Stgkkishólms. Berklasjúklingum fer heldur fjölgandi í héraðinumg
liggur hún í vissum ættum í sumum hreppum.
Flateyjar. Enginn nýr berklasjúklingur hefir verið skrásettur á
þessu 5 mánaða tímabili í héraðinu.