Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Blaðsíða 42
40
Vopnafi. Einn sjúklingur ineð sullaveiki var skrásettur á árinu,
roskinn maður með echinococcus hepatis. Fór til Seyðisijarðar, var
skorinn þar upp og dó rétt á eftir.
Seyðisfi. A sjúkdómaskrá hefir láðst að geta eins sullasjúklings;
var það gamall maður úr Vopnafirði með echinococc. hepatis. Var
hann sendur að fram kominn á sjúkrahúsið til uppskurðar, og lifði
aðeins 1 sólarhring eftir aðgerð.
Fáskrúðsfi. Sullaveiki í mönnum hefir ekki orðið var í inörg ár.
Berufi. 2 tilfelli af echinococcus, bæði í Breiðdal. Hvorttveggja gaml-
ir sullir.
Mýrdals. Sullaveiki sést ekki nema í einstaka gamalmennum. Hund-
er eru hreinsaðir tvisvar á ári, og með sulli úr sláturfé hygg ég að sé
farið eins og vera ber. Einna helzt mæitti ætla, að út af því kynni að
bera við sláturhúsin hér í Vík, því að þótt starfsmenn sláturhúsanna
séu allir af vilja gerðir, er þeim tæplega unnt að fyrirbyggja það með
fullri vissu, að hundar nái í hráæti af blóðvelli, slík hundamergð, sem
hér er saman komin um þær mundir, og fylgir húsbændum sínum,
sem að jafnaði hafast við í námunda við sláturhúsin. Þó er bót i
máli, að sullir eru mjög fátíðir í fé.
Grímsnes. Enginn sullaveikur sjúklingur leitað hingað læknis á ár-
inu. Hundahreinsanir viðast mjög óvandvirknislega af hendi leystar
og umgengni við hunda yfirleitt mjög náin og óvarkár. Það hygg
ég þó, að almennt geri menn sér far um að gæta þess, að hundar nái
ekki í sulli eða sollin innýfli við slátrun sauðfjár á haustin.
Keflavíkur. Mikið af hundum í héraðinu og hundahreinsun ekki al-
staðar í sem beztu lagi.
5. Kláði (scabies).
Töflur V, VI og VII, 4.
Sjúklingafiöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Tala sjúkl. 499 435 366 350 408 336 329 345 279 109
Kláðinn virðist heldur vera í rénun, en dreifður er hann víða um
land.
Læknar láta þessa getið :
Vestmannaeyja. Kláði hefir gert vart við sig á einum sjúklingi. Var
hann þegar læknaður. Ekki sýkti hann neitt lit frá sér.
6. Krabbamein (cancer).
Töflur V—VI.
Sjúldingafiöldi 1921—1930:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Tala sjúklinga 101 110 73 84 125 108 114 131 85 92
Dánir 88 118 95 107 129 126 124 131 145 106
Úr krabbameini deyja undarlega miklu færri en næstu árin á und-
an, og eins þó að með væru talin sarkmein, sem verða 11 manneskj-
um að bana.