Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Síða 62
60
um héruðum. 25 af sjúklingunum höfðu berklaveiki. Á Röntgenstofu
spítalans hafa verið á árinu teknar 28 Röntgenmyndir og 34 gegn-
lýsingar gerðar. Tækin hafa reynzt hin beztu. Á ljóslækningastofunni
hafa 48 sjúklingar fengið kvarzljósböð, alls 1646 Ijósböð, — tala
klukkustunda 900. Ljósböðin hafa sem fyrr komið að góðu gagni.
Siðu. Engin breyting hefir orðið á rekstri sjúkrahússins.
Vestmnnnaeyja. Þeir þrír læknar, sem starfa í bænum, eru læknar
við sjúkrahúsið. Tveir læknarnir hafa takmarkaðan aðgang með sjúkl-
inga, en sá læknirinn, sem er í bæjarstjórn (P. V. G. Kolka) hefir
tryggt sér, með fylgi meiri hlutans þar, alla utanbæjarsjúklinga. Hér-
aðslæknirinn hefir vegna þessa sett upp í húsi sínu sjúkrastofur með
rúmum fyrir 12 sjúklinga í nýtízkuhúsi, sem hann hefir reist. Eru
sjúkrastofurnar hjartar og rúmgóðar. Norsk Rauðakrosssystir, sem
ráðin var af forstöðukonu ísl. hjúkrunarkvenna, með ágætum með-
mælum frá stjórn Rauðakrossins í Noregi, er yfirhjúkrunarkona við
sjúkrastofur héraðslæknis.
B. Sjúkrahjúkrun. Heilsuverndun. Sjúkrasamlög.
Hjúkrunarfélagið Likn í Rvík gerir svofellda grein fyrir störfum sín-
um á árinu:
Árið 1930 störfuðu 4 hjúkrunarkonur við Hjúkrunarfélagið Líkn
í Reykjavík. Störfuðu 2 þeirra eingöngu við heimahjúkrun, 1 hafði á
hendi starf Berklavarnarstöðvarinnar, og 1 hafði umsjón með Barna-
verndun Líknar, auk þess sem hún hjálpaði til við heimahjúkrun,
þegar tími vannst til.
Heimilishjúkrunarkonurnar fóru 10958 sjúkravitjanir á árinu, vöktu
í 29 nætur og höfðu dagþjónustu 8 daga.
Berklavarnarstöðin: Stöðvarhjúkrunarkonan fór i 2287 heimsóknir
á heimilin. Til stöðvarinnar leituðu alls 617 sjúklingar, sem voru
skoðaðir. Þar af voru 105 nýir sjúklingar og skyldulið þeirra, sem
einnig var hlustað. Voru það 2 karlmenn, 30 konur og 73 börn. 14
sjúklingum vor útveguð heilsuhælis- eða spítalavist. 21 sjúklingur var
röntgenmyndaður eða útvegaðar ljóslækningar.
Barnaverndunin: Hjúkrunarkonan fór í 1485 vitjanir á heimilin.
Alls fékk stöðin 109 nýjar heimsóknir af börnum, og 372 endurtekn-
ar heimsóknir. 200 mæður hafa leitað ráða til stöðvarinnar og hafa
því verið 681 heimsókn á stöðina. Einnig hafa 29 barnshafandi konur
leitað til stöðvarinnar, þar af eru 16 nýjar og 13 endurteknar heim-
sóknir.
Önnur störf félagsins voru fólgin í útbýtingu nýrra og gamalla fata,
mjólkur- og lýsisgjafa og matargjafa. Auk þess voru lánuð rúm, rúm-
föt og barnaföt frá báðum stöðvunum. Af lýsi var útbýtt ca. 850 lítr-
um og gefnir voru 5100 lítrar af mjólk frá Berklavarnarstöðinni og
2652 lítrar af mjólk frá Barnavernduninni.
Húsaleigustyrkur hefir verið veittur 1 sjúkling frá Berklavarnar-
stöðinni.
Tekjur félagsins á árinu voru 23738,62 kr. en gjöld 22483,88.
Sjúkrasamlög. Lögskráð sjúkrasamlög voru á þessu ári: