Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1930, Page 63
61
Sjúkrasamlag Reykjavikur ....................... með 3599.5 meðl.
— prentara í Rvík....................... — 142 —
— Hafnarfjarðar og Garðahrepps .... — 316 —
— Akraness ........................... — 203 —
— Sauðárkróks ............... — 118 —
— Siglufjarðar ......................... — 101 —
Akureyrar ........................... — 141 —
— Seyðisfjarðar ............... — 122 —
— Fljótshlíðar ........................ -- 54 —
Samtals 4796.5 meðl.
Er viðgangur sjúkrasamlaganna mjög lítill, þar sem meðlimatalan
er aðeins 4.5% af íbúatölu landsins, enda er illa að þeim búið af ríkinu.
Læknar láta þessa getið:
Skipnsknga. Sjúkrasamlagið hefir fjölgað meðlimum sínum um 60,
eru þeir nú 256. Fjárhagur þess hefir aldrei verið jafn þröngur og
nú. í árslok skuldaði það ca. 300 kr. Ákveðið hefir verið að hækka
árstillögin um helming. Samlagið nýtur 500 kr. styrks úr hreppssjóði.
Hjúkrunarfélagið lifir ennþá, þótt fremur hafi verið dauft yfir því
um tíma. Meðlimatala er hin sama og í fyrra. Sjóður félagsins var í
árslok kr. 712,75.
Ólafsvíkur. Hjúkrunarkona er aðeins ein í héraðinu, á Hellusandi.
Kvenfélagið á Hellusandi hefir nú um nokkur ár haldið uppi þessari
hjúkrunarstarfsemi með því að ráða fasta hjúkrunarkonu til eins árs
í senn. Þessi kona hefir föst laun hjá félaginu, og auk þess ákveðið
gjald fyrir hvern legudag, er hún stundar sjúkling, og greiðir viðkom-
andi heimili það gjald. Þessi hjúkrunarstarfsemi hefir gefizt mjög vel,
og má segja, að hún sé algerlega nauðsynleg, sérstaklega í fjölmenn-
um hreppum, þar sem læknir er ekki búsettur, og þar sem oft hagar
svo til, að húsmóðirin er eini kvenmaðurinn á heimilinu. Og ef hún
veikist, má segja að heimilið sé í voða. Þegar svo stendur á, gegnir
hjúkrunai'konan tvennskonar störfum, sem sé bæði hjúkrunar- og
húsmóðurstörfum, og verður þannig til að firra heimilin vandræðum.
Akureyrar. Starfsemi Hjálparstöðvar Rauðakrossins var aukin þetta
ár þannig, að barnshafandi konum og mæðrum var gefinn kostur á
ókeypis leiðbeiningum fyrir sig og afkvæmi þeirra. Berklasjúklingar
leituðu til hjálparstöðvarinnar i 544 skipti og hjúkrunarkonan vitjaði
berklaveikra í bænum í 266 skipti, en mæðra og ungbarna í 143 skipti.
Aðalstarf hjúkrunarkonunnar var þó að sinna sjúklingum með al-
menna sjúkdóma, i bænum, og að vera skólahjúkrunarkona við barna-
skólann. Leit hún iðulega eftir heilsufari barnanna, vigtaði þau og
mældi og vísaði til læknis þeim, er hjálparþurfa voru. Ennfremur átti
hún viðtal við börnin um heilsuvernd og hollustuhætti, og útrýmdi nit
úr hári þeirra, sem slik óþrif fundust hjá. Auk ofantaldra vitjana til
herklaveikra og til mæðra og barna vitjaði hjúkrunarkonan alls í 1478
skipti sjúklinga í bænum. Allt þetta líknarstarf, sem unnið er ýmist
fyrir litið endurgjald eða ókeypis, þegar fátækir eiga í hlut, er mjög
vinsælt orðið meðal almennings, og sést það meðal annnars á því, hvað